Þegar Gæi gas rak mig á gat.

Íslensk örnefni eru dásamlegur hluti af íslenskri menningu. Það úir og grúir af þeim, einfaldlega vegna þess hve þau eru nytsöm við að staðsetja viðburði og fyrirbæri. 

Sem dæmi má nefna, að þar sem ég var í sveit að Hvammi í Langadal í Húnavatnssýslu man ég enn, 64 árum eftir síðustu sumardvölina 29 örnefni, bara í landareign Hvamms, sem nær frá Blöndu og yfir þann hluta fjallsins á milli Geitaskarðs/Skarðsskarðs og Hvammsskarðs, sem telst til jarðarinnar Hvamms. . 

Hvernig stendur á því að þessi örnefni eru svona lífseig?  Það er af því að minningarnar frá dvöl í fimm sumur tengjast við þessa staði og þessi fyrirbæri og nöfn þeirra styrkja þessar verðmætu æskuminningar. 

Til gamans eru þessi örnefni sett hér á lista, talið neðan frá Blöndu og frá norðri til suðurs: 

Blanda, Gráeyrar, Ysta-Flæði, Miðflæði, Fremsta flæði, Starasýki, Öfund, Holureitur, Grundin, Skriðan, Grundin, Partur, Hólhús, Hólhússlétta, Lambhús, Lambhússlétta, Kvíabrekka, Skriðan, Hvammsá, Hvammsgil, Hólarnir, Votihjalli, Nautahjalli  Steinahjalli, Steinahjallagata, Tröllið, Tröllaskarð, Höggið, Brunnárdalur. 

Örnefnin eru vafalaust enn fleiri.

Sum ornefnin vitna um horfna tíð, svo sem Ysta-, Mið- og Fremsta-Flæði, Gráeyrar, Holureitur, Starasíki, Hólhús, Lambhús og Kvíabrekka. 

Um miðja síðustu öld var Garðar Þormar, oft nefndur Gæi gas, eftirminnilegur rútubílstjóri hjá Norðurleið. 

Hann kunni að sjálfsögðu ógrynni af örnefnum og sögum frá löngum ferli. 

Eitt sinn þegar ég hitti hann spurði ég hann hvort hann þekkti örnefni, sem væru fáránleg eða óskiljanleg og hvort hann gæti nefnt mér dæmi um slíkt. 

"Hér er dæmi," sagði Garðar, og brosti stríðnislega. Veistu hvar Kattmúsará er". 

"Kattmúsará! Ertu að grínast?" svaraði ég. 

"Nei, nei," svaraði Gæi og nefndi staðinn. 

Og nú spyr ég. Hefur einhver heyrt þetta örnefni áður?


mbl.is Hvað er „Klofalækjarkjaftur“?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Lesbók Morgunblaðsins, þann 6. júní 1998, á blaðsíðu 8, segir að Kattmúsará sé í Breiðdal, Suður-Múlasýslu.

Jóhannes (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 02:11

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góður!  Jú, jú, hárrétt. 

Ómar Ragnarsson, 25.1.2018 kl. 10:35

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Á jörðinni Skarð í Lansveit sem er mill 3 og 4000 hektarar eru örnefni sem eg man í fljótu bragði til dæmis: Skarðssel, Yrjar, Eskihholt, Skarfanes og Króktún, Bæli, Gamlaskarð, Litlabæli, Hólmi, Norðurtún, Bæjarnes, Austurhraun, Vesturhraun, Skarðsflöt, Græna flöt, Garðalækur, Garðatjörn, Garðahóll, Stöðugil, Yxnadalur, Vatnsgil, Snið, Miðfell, Hrossahjukar, Tjörfaklettar,  Dalbotnar,  Koltjörn, Fellsmúlalækur, Kompur, Króktúnsgerði. Bríkarstykki, Bríkarhólmi, Miðstykki, Sandur, Gamli sandur, Hruni, Sæmundarlundur, Grenhólar, Eskihotsbjalli, Gamla Eskiholt. Nenni ekki meira þau eru örugleg helming fleiri.

Guðmundur Jónsson, 25.1.2018 kl. 10:41

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

 Skarð er líkast til 10 til 15 sinnum stærri jörð en Hvammur og örefnafjölinn vafalaust eftir því. 

Ómar Ragnarsson, 25.1.2018 kl. 18:06

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Afi minn Sæmundur Sæmundson frá Lækjarkotunum í Landsveit sagði oft þegar notuð voru örnefni sem hann kannaðist ekki við, Helvítis bull, þetta heitir ekki neitt. og var greinilega far í taugarnar á sér.

Í seinn tíð er ég farinn skilja þetta sjónarmið hans betur OG varð sjálfur mjög pirraður þegar menn vildu skýra Holuhraun upp þegar þar gaus. 

Guðmundur Jónsson, 26.1.2018 kl. 09:15

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Afsakið allar villurnar Hérna er þetta vonandi nógu rétt til að skiljast

Afi minn, Sæmundur Sæmundsson frá Lækjarbotunum í Landsveit sagði oft þegar notuð voru örnefni sem hann kannaðist ekki við, Helvítis bull, þetta heitir ekki neitt og var greinilega að láta það fara í taugarnar á sér. Í seinn tíð er ég farinn skilja þetta sjónarmið hans betur og varð sjálfur mjög pirraður þegar menn vildu skíra Holuhraun upp þegar þar gaus.

Guðmundur Jónsson, 26.1.2018 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband