Báðar fylkingar sundurleitar, en Framsókn var í oddaaðstöðu.

Það var ljóst, að núverandi ríkisstjórn kom upp úr kjörkössunum eftir að Vinstri græn höfðu ekki viljað útiloka stjórnarsamstarf við neinn flokk fyrirfram og dregið lappirnar í stjórnarskrármálinu strax í kosningabaráttunni. 

Þótt fyrrveranndi stjórnarandstaða fengi eins þingmanns meirihluta var sú stjórnarandstaða búin að vinna saman í afar stuttan tíma, fjórfalt styttri tíma en Framsókn og Sjallar voru búin að vinna saman í stjórninni þar áður. 

Það þurfti ekki nema ein ógætileg ummæli til að minna á hinn tæpa meirihluta, og einn þingmanna Vinstri grænna skaffaði þau. 

Þar með var teningunum kastað fyrir Framsókn og núverandi stjórn var mynduð, enda útséð um að vinstri meirihluti gæti myndað stjórn með Miðflokknum og líka var fimm flokka stjórn ekki kræsilegur kostur. 


mbl.is Sundurleit stjórnarandstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband