Var svona hræðilegt að hafa brautina opna?

Opin flugbraut getur komið í góðar þarfir rétt eins og opinn vegur eða höfn. Á því tímabili, sem ríkisendurskoðun virðist telja slæmt að flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli gerðist það nokkrum sinnum, að þessi eina braut var nothæf fyrir sjúkraflug, vegna þess að vindur stóð beint á hana, en of mikið á ská á hinar brautirnar.

Enginn veit fyrirfram hvenær slíkt getur skipt sköpum um líf eða dauða. 

Litla malarflugbrautin við Grímsstaði á Fjöllum virðist hvorki merkileg né gagnleg.

En þegar alvarlegt hópslys varð skömmu fyrir síðustu aldamót, rútubíl var ekið á handrið brúar yfir Hólsselskíl, komst engin þyrla á vettvang.

Þá skipti miklu máli, að Twin Otter flugvél frá Akureyri gat lent á litlu brautinni við Grímsstaði og tekið alvarlega slasaða sjúklinga og flutt þá beint á sjúkrahús á Akureyri.

Hjá ríkisendurskoðun virðist svona lagað ekki skipta neinu máli, heldur formsatriðin.

Sumir virðast álíta að vegna þess að eitthvert öryggisatriði hafi ekki skipt sköpum í einhvern tíma, sé það óþarft. 

Á 90 ára afmæli Slysavarnarfélagsins kom hið gagnstæða heldur betur fram. 


mbl.is Skortur á samráði tafði lokun flugbrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er ótrúlega algengt að skoðanir manna taki miða af hagsmunum þeirra

Kristbjörn Árnason, 2.2.2018 kl. 19:54

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ríkisendurskoðun á auðvitað að vinna eftir formsatriðum. Henni ber að fylgja því eftir að framkvæmdasýslan vinni eftir því sem löggjafinn ákveður, hverju sinni. Því getur ríkisendurskoðun í sjálfu sér lítið spáð í mannslíf eða aðra slíka hluti, ef löggjafinn tekur ekki slíkt með í sínum gerðum.

En því miður fer ríkisendurskoðun ekki eftir þessari grundvallar reglu. Þó hún taki ekki tillit til mannslífa, tekur hún samt þátt í pólitískri deilu, í þessari stjórnsýsluúttekt sinni. Þar tekur ríkisendurskoðun afstöðu í hápólitísku máli, sem enn hefur ekki verið afgreitt frá löggjafanum. Tekur þar afstöðu með sveitarfélagi, sem hefur ákveðið að fasteignir í eigu ríkisins og undir lögsögu þess, skuli víkja. Ríkisendurskoðun þrýstir þar á ráðuneyti að afgreiða mál í þágu sveitarfélags, mál sem löggjafinn hefur ekki enn afgreitt.

Þarna fer ríkisendurskoðun verulega fram úr sínum heimildum.

Þessi skýrsla ríkisendurskoðunar er um margt undarleg. Hún er um málefni sem snýr að framkvæmd er ekki hefur fengið umsögn og samþykkis Alþingis, heldur ákvörðun um hana tekin af einum ráðherra. Töf sem varð við framkvæmdina varð til vegna ráðherraskipta og síðar málsmeðferðar dómstóla. Sú málsmeðferð sneri fyrst og fremst um hvort undirritað samkomulags standi, sem það að sjálfsögu gerir. Loks talar ríkisendurskoðun um skort á samráði milli Samgöngustofu og ISAVIA ohf. Ég hélt reyndar að þar væru stjórnskipuleg skil á tæru, að Samgöngustofa væri að öllu leyti yfir ISAVIA ohf hafið. Má kannski skilja á þessari athugasemd ríkisendurskoðunar, að lögmætar eftirlitsstofnanir þurfi kannski að hafa samráð við þá sem þeir hafa eftirlit með? Ber kannski löggæslunni í landinu að hafa samráð við afbrotamenn?  

Þá kemst ríkisendurskoðun að þeirri niðurstöðu að einhver kostnaður hafi hlotist að þessari töf. Engar frekari útskýringar eru um í hverju sá kostnaður er falinn.

Auðvitað má með sanni segja að ríkisendurskoðun hafi átt að skoða þetta mál. En þar sem henni er einungis falið að skoða formsatrið mála, átti hún að sjálfsögðu að skoða hvort ráðherra hafi verið heimilt að gera slíkt yfirgripsmikið samkomulag við sveitarfélagið, án aðkomu Alþingis. Það sama má segja um málaferlin fyrir Hæstarétti, þau átti að sjálfsögðu að fjalla um sama atriði. Þegar ráðherrann gerði samkomulagið við sveitastjórnina og þegar Hæstiréttur fjallaði um hvort samningar skuli standa, var enn ekki komin fullnægjandi öryggisúttekt á því hvaða áhrif lokun 06/24 hefðu. Sannfærandi skýrsla um það hefur reyndar ekki enn verið lögð fram.

Það sem eftir stendur er að lokun 06/24 er orðin staðreynd, ákvörðun sem tekin var af einum ráðherra, byggð á hæpinni skýrslu um áhrif og öryggismál, án samráðs og samþykkis löggjafans.

Kannski verður næsta stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðunar um þá framkvæmd ráðherrans.

Gunnar Heiðarsson, 2.2.2018 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband