Hinn raunverulegi vendipunktur í Seinni heimsstyrjöldinni.

Bretar eru með réttu stoltir af því að hafa staðist þá raun, sem á þá var lögð vorið, sumarið og haustið 1940, þegar þeir stóðu einir gegn Hitler allt frá falli Frakklands í júní og tókst að verjast nasistum í Orrustunni um Bretland sem var fyrst og fremst háð í lofti. 

En hinn raunverulegi vendipunktur var Orrustan um Stalingrad um áramótin 1942-43 þar sem sjötti her Þjóðverja var króaður inni og gersigraður, alls rúmlega 300 þúsund manna her. 

En áætlað er að um ein og hálf milljón manna hafi fallið í þessari einu styrjöld. 

Fram að henni höfðu Þjóðverjar sótt stanslítið fram, en það snerist alveg við í Stalingrad. 

Skömmu áður höfðu Bandamenn unnið sigur við El Alamein í Egyptalandi, en tífalt færri hermenn tóku þátt í þeirri styrjöld en í styrjöldinni í Stalingrad. 

Áætlað er að mannfall Sovétmanna hafi verið um 20 milljónir manna og allar tölur varðandi hlut þeirra í sigri Bandamanna eru lang stærstar. 

Rússar geta því með réttu verið stoltir þegar þeir minnast 75 ára afmæli uppgjafar 6. hersins. 

Í því sambandi er það aukaatriði þótt Pútín nýti sér tækifærið til að fylkja þjóðinni að baki honum.  Enginn þjóðarleiðtogi gæti annað en spilað á þjóðernisstolt þegar slíks afreks er minnst. 


mbl.is Fögnuðu sigrinum í Stalíngrad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ómar. Góðir punktar.

Tja, og já, en staðreynd er samt að herir Zhukov komust frá stöðu sinni í Síberíu vegna þess að Bandaríkin með Nimitz höfðu unnið orrustuna um Midway, og þar með lokað fyrir áformaða innrás Japana inn í Rússland í gegnum Síberíu, þar sem herir Zhukov stóðu landinu til varnar í austri. Og Midway-sigur Nimitz opnaði á áframhaldandi herflutninga til Breta og Rússlands og tryggði að þeir gátu haldið áfram.

Þetta breytti gangi stríðsins og innsiglaði sigur Rússa við Stalíngrad. Það var umfram allt orrustan um Midway sem breytti gangi stríðsins, ef nefna ætti einn einstakan atburð í því sem skipti öllu máli.

Ef Bandaríkin hefðu hins vegar tapað þar, þá hefði verið úti um lend-lease til Breta og Sovétmanna og önnur-víglína ekki fengist opnuð í vestri og Rússland hefði með öryggi tapað í baráttunni um landið, því Zhukov hefði verið njörvaður niður við Kyrrahaf. Hergagnaiðnaður Sovétmanna var þarna enn á brauðfótum.

En stríðið um Rússland vannst svo á einmitt stuðarasvæði Rússlands, Úkraínu. Þess vegna getur Rússland ekki án þeirra stuðara verið, ekki frekar en Bandaríkin geta án Atlants- og Kyrrahafs verið.

Rússar eiga mikið hrós skilið fyrir framlag sitt, en mannfall þeirra var þó samt og því miður í takt við ömurlegt stjórnarfar þess, þar sem virðingin fyrir mannslífum undir alræði einræðisherra var engin. Mannfallið varð ófyrirgefanlega of mikið. Stalín var huglaus heigull sem þjóðin þurfti að umbera á þessum erfiðu tímum, hann blæddi Rússlandi næstum út vegna heigulsháttar og rústun innviða ríkisins sem sem annars hefðu getað lágmarkað skaða Rússlands, í stað þess að hámarka hann undir óstjórn Stalíns

Rússland á mikla samúð skilið fyrir ofboðslegar fórnir þess í styrjöldinni.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.2.2018 kl. 21:57

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Framleiðsla Sovétmanna var aldeilis ekki á brauðfótum 1942. Á Youtube er hægt að finna ræðu, sem Hitler hélt fyrir þjóð sína og sagðist ekki hafa órað fyrir því að Rússar gætu framleitt 30 þúsund flugvélar á ári og annað eins af skriðdrekum. 

Og Rússar fengu að vita það þegar haustið 1941, meira en hálfu ári fyrir orrustuna um Midway í gegnum Sorge, njósnara sinn, að Japanir hefðu engar fyrirætlanir um stríð við Sovétríkin, enda með griðasamning við Sovétríkin, sem var þeim afar mikils virði,ef ætluðu að sigra Bandaríkin.  

Strax þá, í tæka tíð fyrir orrustuna um Moskvu í árslok 1941, voru úrvals Síberíuhersveitir sendar ásamt fjölmörgum nýsmíðuðum T-34 skriðdrekum til þess að stöðva Þjóðverja við Moskvu. 

T-34 skriðdrekarnir höfðu yfirburði yfir þýsku skriðdrekana og voru bestu skriðdrekar stríðsins, framleiddir í 84 þúsund eintökum. 

Ef Japanir hefðu unnið við Midway eins og ætlun þeirra var, biðu þeirra samt alveg næg verkefni við að láta kné fylgja kviði. 

Þeir vissu vel um hina gríðarlegu framleiðslugetu Kananna, og urðu að beita öllu afli sínu ef þeir áttu að vinna sigur nógu tímanlega áður en hernaðarmáttur Bandaríkjanna færi að skila sér. 

En að sjálfsögðu urðu straumhvörf í stríðinu á Kyrrahafi við Midway. 

Ómar Ragnarsson, 3.2.2018 kl. 01:04

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ómar

Hvorki hergagnaframleiðsla Sovétmanna né Bandaríkjanna var komin á það stig að hún væri næg á þessum tímapunkti. Og enginn gaf neitt fyrir griðasamninga við hvorki Japan eftir stríð þeirra við Rússland á meðan samningar stóðu yfir fyrr á öldinni, og svo árás Japana á Perluhöfn og svo árás Þjóðverja inn í Rússland. Rússland gat ekki slakað á við Kyrrahaf fyrr en eftir Midway.

Eftir árás Japana á Perluhöfn var sovéski herinn sendur til Síberíu, sem sovétmenn hefðu ekki gert ef þeir hefðu þóst öruggir, sem þeir voru alls ekki. Og það hefði dregið kjarkinn úr Stalín, sem ekki var mikill fyrir, ef að vopn hefðu hætt að koma frá Bandaríkjunum sökum taps við Midway, sem hefði lokað fyrir þær sendingar, því Bandaríkin hefðu þá þurft að setja allt sitt inn til að verja heimalandið, bæði vesturströndina og Alaska.

Án sigurs Bandaríkjamanna við Midway hefðu Sovétmenn tapað Rússlandi. Allar mikilvægar njósnir Sovétmanna og Þjóðverja reyndust haldlausar. Sovétmenn voru teknir sofandi í rúminu þegar Þjóðverjar réðust inn í landið þeirra og Þjóðverjar höfðu ekki hugmynd um hvað beið þeirra síðar við Stalíngrad, en þangað hefðu þeir ekki átt að stefna heldur beint á varnarlausa Moskvu, taka hanna og þeysa svo til Baku og taka yfir olíusvæði Rússlands, en á þeirri leið voru þeir með viðkomu í Stalíngrad. Að setja allt inn á svo mögrum svæðum voru mistök. Hvorki Þjóðverjar né Sovétmenn höfðu burði né getu til að berjast á tvennum vígstöðvum samtímis. Þá getu höfðu bara Bandaríkjamenn.

Gunnar Rögnvaldsson, 3.2.2018 kl. 02:56

4 identicon

Þvílík endemis þvæla að orustan um Midway hhfi verið einhver vendipunktur í stríðinu.  Síbería hefur ekki haft neitt hernaðarlegt gildi síðan á tímum Gengish Khan, fáar auðlindir og fátt fólk.

Orustan um Midway kæmist ekki á ã topp 100 yfir mikilvægust atburði seinni heimstyrjaldarinnar.  Innrás japana inn í Síberíu hefði haft minni áhrif á gang stríðsins en loftárás þjõðverja á Seyðisfjörð á sínum tíma.

Bjarni (IP-tala skráð) 3.2.2018 kl. 10:32

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Stærsta vandamál þjóðverja í WW2 var að hergögnin sem þeir lögðu af stað með 1939 virkuðu ekki utan vega,  þjóverjar lentu raunveruleg í því að eiga "flottustu" hergögn í heimi sem virkuðu bara á hlaðinu heima hjá þeim, því um leið og vegunum slotaði og erfiðar varðar afla varhluta hættu þeir að drífa og gátu illa haldið tækjunum við. Sem gerði það að verkum að Rússar og bandamenn fengu tíma til að framleiða og koma á staðin tækjum sem gátu veit þeim mótstöðu. Því í raun var lítil fyrirstaða í Rússlandi 1941 bara vegna þess að þar voru engin tæki til að veita hana. 

Ég sé þetta nú orðið þannig að afburða slök verkfræði með ofuráherslu á tæknilega flottar lausnir sem virkuðu síðan ekki í praktís olli því að innrásin í Rússland stöðvaðist á meðan Þjóðverjar voru að létta skriðdrekana og framleið ný hergögn sem hægt var að hafa með sér á vegleysum. Þessi tími sem tapaðist vegna þessa er það sem gerði ósigur þeirra í Rússlandi óhjákvæmilegan því það gaf Rússum tímann sem þeir þurftu.

Ég tel sem sagt að helsti vendipunktur í orrustunni um Rússland hafi verið þegar í ljós kom að þjóverjar eru lélegir verkfræðingar.

Guðmundur Jónsson, 3.2.2018 kl. 14:07

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enn og aftur verður að benda á það að hafa tímalínurnar réttar. 

Sovétmenn fluttu Síberíhersveitir sínar vestur fyrir Moskvu í nóvember 1941 til að freista þess að stöðva þýska herinn og fluttu þetta her ekki til baka fyrr en sumarið 1945.   

Í nóvember 1941 voru Bandaríkin ekki einu sinni komin í stríð og rúmt hálft ár til orrustunnar við Midway. 

Bandaríkin lýstu Japönum stríði á hendur 7. desember 1941, einmitt þá daga sem þýska sóknin stöðvaðist svo skammt norðan við Kreml, að úr háum byggingum á þeim stað sáustu turnar Kreml.  

Ómar Ragnarsson, 3.2.2018 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband