Samkomuhús geta líka verið merkar minjar.

Íbúðarhús á Íslandi eru eðli málsins samkvæmt sú gerð húsa sem voru og eru algengust. 

Þrátt fyrir allan þennan fjölda vantar mikið upp á að nógu mörg slík hús frá fyrri tíð hafi verið varðveitt í upprunalegri mynd.

Til dæmis eru til allmargir stórir torbæir á höfuðbólum, en sárvantar hins vegar lang algengustu bæina, litlu bæina þar sem öll alþýða fólks bjó. 

Sem dæmi má nefna gamla bæinn að Skarðsá í Sæmundarhlíð í Skagafirði sem stóð og var í byggð langt frameftir síðustu öld. 

Til er heimildarmynd, sem gerð var um Pálínu Konráðsdóttur, síðasta ábúandann á Skarðsá sem þar bjó. 

Í þeirri mynd kemur glögglega fram hvernig gengið var inn í bæinn í gegnum óhemju löng og þröng göng, sem lágu í gegnum bæinn endilangan. 

Hugsanlega höfð svona löng og mjó til þess að sem minnst af kulda kæmist inn í hjarta bæjarins utan frá þegar gengið var út og inn. 

Torfbærinn að Skarðsá var merkilegri en margir aðrir fyrir þá sök að þar var svonefndur Skarðsárannáll skrifaður, gott dæmi um þá menningarstarfsemi sem jafnvel minnstu torfbæirnir hýstu. 

Ef bærinn yrði endurreistur í fyrri mynd sem minnismerki um kjör íslenskrar alþýðu, hvernig hún "þraukaði hallæri, hungur og fár..." myndi Skagafjörður státa af tveimur mögnuðum minnismerkjum um misjöfn kjör Íslendinga, annars vegar glæsibæinn Glaumbæ og hins vegar alþýðukotbæinn Skarðsá. 

Útlendinga þyrstir í að fá nasajón af upplifuninni af kjörum örþjóðarinnar við ysta haf, og myndu undrast að eitt þekktast rit í landsfjórðungnum skyldi vera skrifað í kotbænum. 

Samkomuhús á Íslandi voru tiltölulega fá miðað við annan húsakost, og þess vegna á Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heiður skilinn fyrir það að hafa á forsætisráðherratíð sinni sýnt varðveislu íslenskra menningarminja mikinn skilning og látið verkin tala. 

Í þeim efnum er helsta hættan sú að láta það trufla sig HVER reisti mannvirkið í stað þess að líta hlutlaust á það HVAÐ fór þar fram. 

Húsið, sem hefur hýst Nasa-salinn svonefnda, hét upprunalega Sjálfstæðishúsið og var reist fyrir tilstuðlan Sjálfstæðisflokksins. 

Strax í upphafi varð húsið eitt helsta samkomu- og skemmtanahús bæjarins og íslensku revíurnar áttu þar lokakafla blómaskeiðs síns.  

Að síðustu revíunum stóð hópur fólks, sem nefndi sig Bláu stjörnuna, og voru þar innanborðs ekki lakari listamenn en Tómas Guðmundsson skáld, Emil Thoroddsen tónskáld, Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi, leikararnir Haraldur Á. Sigurðsson og Alfreð Andrésson, revíusöngkonan Soffía Karlsdóttir og eftirherman Karl Guðmundsson. 

Gott ef Baldur og Konni og Árni Tryggvason áttu þar ekki líka spretti í bláendann.

Minnstu munaði í lok síðustu aldar að Austurbæjarbíó yrði rifið, en það hús geymir merka sögu í listalífi þjóðarinnar. 

Mér verður hugsað til gamla þinghússins og samkomuhússins að Engihlíð í Langadal sem dæmi um það hve nægjusamur landinn var í þessum efnum langt fram eftir síðustu öld. 

 


mbl.is Nasa-salur rifinn og endurbyggður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm. Þótt Skarðsárannáll hafi verið skrifaður að Skarðsá er alveg öruggt að hann var ekki skrifaður í bænum hennar Pálínu. Torfbæir entust ekki nema í fáeina áratugi og þá þurfti að byggja nýjan. Og torfbæir af þessari gerð urðu ekki til fyrr en í upphafi 19. aldar. Björn á Skarðsá annálaritari dó hinsvegar 1655.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 4.2.2018 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband