Álftanesvegurinn var í raun inni í þessum pakka.

Samgöngupakkinn á höfuðborgarsvæðinu, sem varð að veruleika 2012 í kjölfar Hrunsins og stórfellds niðurskurðar á fé til vegaframkvæmda, var býsna óvenjuleg aðgerð.

Áður hefur því verið lýst hér á síðunni hvernig óþarfar og allt of stórar vegaframkvæmdir á Álftanesi voru í raun inni í þeim pakka veitingar takmarkaðs samgöngufjár, sem ákveðin var 2012. 

Sagt var að Álftanesvegurinn væri hættulegasti vegarkaflinn á höfuðborgarsvæðinu þegar hann var í raun númer 23 á listanum og lagfæringu á öllum öðrum sambærilegum köflum með hærri slysatíðni var frestað í minnst tíu ár. 

Allt var það gert til þess að koma kostnaðinum af Álftanesveginum alfarið, hratt og örugglega yfir á íslenska ríkið, íslenskan almenning áður en af sameingu Garðabæjar og Álftaness yrði.

Það yrði verðugt verkefni fyrir vandaða og djúpa umfjöllun góðs rannsóknarblaðamanns að kafa ofan í alla þætti hinna órannsökuðu vega íslenskra samgöngumála frá þessum tíma.   


mbl.is Stokkalausn var sett á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.10.2013:

"Þrjár tillögur að nýjum Álftanesvegi voru lagðar fram í frummatskýrslu Vegagerðarinnar árið 2000, leiðir A, B og C, en þær lágu allar í gegnum land Selskarðs og landeigendurnir lögðust gegn þessum áformum.

Þann 23. júní 2000 birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni: "Eigendur Selskarðs segja land sitt ekki standa til boða fyrir Álftanesveg."

"Í umfjöllun blaðsins kom fram að eigendurnir hefðu skipulagt 400 íbúða byggð á jörðinni, þar sem "öll þau vegarstæði, sem Vegagerðin hefur í huga, stórskaði hagsmuni eigenda Selskarðs."

"Milljarðar eru í húfi fyrir eigendur jarðarinnar Selskarðs þegar kemur að lagningu nýs Álftanesvegar um Garða- og Gálgahraun, eins og kemur fram í frétt DV í dag.

Meðlimir Engeyjarættarinnar eiga jörðina
, þar á meðal bræðurnir Ingimundur, Einar og Benedikt Sveinssynir, en sá síðastnefndi er faðir fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar.

Bjarni sat í skipulagsnefnd Garðabæjar á árunum sem málið var til umfjöllunar í nefndinni.
"

Engeyingar vildu vegleið D og fengu

Þorsteinn Briem, 5.2.2018 kl. 13:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Glæsilegt að setja Miklubrautina í stokk frá Snorrabraut og upp fyrir gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar við Kringluna.

En það verður nú ekki gert í fyrramálið og á meðan verður hin nýja akrein fyrir strætisvagna við Klambratún að duga.

Við Klambratún eru nú komnir hljóðveggir sitt hvoru megin við Miklubrautina til að minnka gríðarlegan hávaðann frá umferðinni og sjálfsagt að setja vegrið við hljóðvegginn við Klambratún, enda verður það að sjálfsögðu gert.

Steinsteyptir garðveggir eru hins vegar víða við götur á höfuðborgarsvæðinu, til að mynda við Hringbrautina, og tóm della að þeir séu eitthvað sérstaklega hættulegir, enda væri þá búið að rífa alla garðveginna þannig að Sjálfstæðiflokkurinn geti ekið klakklaust inn í alla garða við götuna.

Þannig átti undirritaður tvær íbúðir í bláa húsinu ská á móti Björnsbakaríi við Hringbrautina og kannast ekki við að hafa fengið bréf frá Sjálfstæðisflokknum um að veggurinn yrði rifinn en það er sjálfsagt næsta skref hjá flokknum.

Fyrir framan garðveginn er hins vegar gangstétt sem Sjálfstæðisflokkurinn getur ekið upp á á mikilli ferð og ekið þannig niður gangandi vegfarendur, eins og nú er mjög í tísku, og þeir eru að sjálfsögðu ekki í Sjálfstæðisflokknum, enda er flokkurinn allur í einkabílum að eigin sögn.

Hins vegar er leiðinlegt að oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík skuli velja að búa í Vesturbænum og vera með kosningaskrifstofu neðst á Laugaveginum, þar sem enginn kemur að sögn flokksins.

Miklabraut í stokk - Myndband

Þorsteinn Briem, 5.2.2018 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband