Rafrettur. Nýr plagsiður með fíkniefni? Eða sérkennilegt "afreykingaáhald"?

Nikótín telst vera einna erfiðast allra fíkniefna að fást við fyrir fíkla.  Talan 33% hefur verið nefnd varðandi það hve stór hluti þeirra, sem byrja að reykja, geti alls ekki hætt því vegna óviðráðanlegrar fíknar. 

Sambærileg tala er 23% fyrir þá sem byrja á að neyta heróíns og 18% fyrir þá sem byrja að fikta við kókaín. 

Tala þeirra sem verða fíkn í ópíóíðalyf (sterk verkjalyf) að bráð er líklega mjög mikil. 

Þegar rafretturnar komu til sögu voru þær nýjung sem margir tóku fegins hendi. 

Ekki ónýtt fyrir reykingafólk að geta haldið áfram að reykja og svala nikótínfíkninni án þess að innbyrða krabbameinsvaldandi efni tóbaksins. Bjarga heilsu og mannslífum á þennan hátt. 

En síðan hefur komið svolítið bakslag í hrifninguna á rafrettunum. 

Fíkn í nikótínið er nefnilega jafn hvimleið og fyrr ef fjöldi fólks byrjar að reykja á þennan nýja hátt og spúa reyknum út í umhverfið á stöðum þar sem búið er að banna venjulegar tóbaksreykingar. 

Skoðanir eru að vísu skiptar um þetta, en það hlýtur samt að verða verðugt viðfangsefni að fylgjast með því að hve miklu leyti er verið að skipta út reykingaefni fyrir sömu fíknina og jafnvel að búa til óviðráðanlegar reykingar hjá þeim, sem byrja á rafrettunum og verða forfallnir, en hefðu ekki annars orðið reykingafólk heldur láta reykingar og sígarettur alveg eiga sig. 

Ég hef komið inn í þrönga vinnustaði, þar sem aðeins voru tvær persónur að vinnu, en keðjureyktu rafretturnar, mér til ama. 

Og nú var erfitt að amast við þessu eins og hinum hefðbundnu tóbaksreykingum, úr því að krabbameinsáhrif óbeinna reykinga í gamla stílnum voru ekki fyrir hendi. 

Og síðan er það, sem greint er frá í tengdri frétt á mbl.is: Óprúttnir gróðapungar leita að leiðum til þess að lokka fíklana í sterkari efni, annað hvort sterkara nikótín eða jafnvel eitthvað annað.  

Þegar Coca-Cola auglýsti að ætlunin væri að minnka sykurskammtinn í gosdrykkjunum um 10 prósent á næstu árum fylgdi það sögunni, að það yrði ekki gert á Coca-Cola Classic. 

Auðvitað ekki! Það kók verður að vera "the real thing" því að sykurinnn er jafn mikið fíkniefni, ef ekki meira en koffínið. 


mbl.is Hertar reglur um rafrettur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er vandlifað í þessum heimi, allt og ekkert er að reyna að drepa okkur alla daga.
Nikótín hefur einnig jákvæða kosti, gleymum því ekki.

Nú er ég búinn að vera á rafrettu í 3 ár, nota bara brotabrot af því sem ég gerði þegar sígarettur voru í gangi. Ein besta ákvörður sem ég hef tekið í svona málum.

P.S. Það er ekki neinn reykur, bara gufa

DoctorE (IP-tala skráð) 6.2.2018 kl. 09:56

2 identicon

Takk fyrir þetta, Ómar. Þarfur pistill.
Við vorum einmitt að ræða um að þessar rafrettur komu á markaðinn þegar reykingar unglinga voru nánast að hverfa. Nú sér maður varla ungling öðruvísi en umvafinn gufumekki úr rafrettu. Þetta hefur verið klókt "move" hjá nikotíniðnaðinum. Búnir að gera rafretturnar að tískufyrirbrigði og um leið tryggja sér að sívaxandi hluti ungs fólksverður nikótínfíklar. Lifi hin frjálsu viðskipti eða þannig!

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 6.2.2018 kl. 11:13

3 identicon

Leyfa rafrettur á sjúkrahúsum :)
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/02/06/leyfi_notkun_rafretta_a_sjukrahusum/

DoctorE (IP-tala skráð) 6.2.2018 kl. 12:51

4 identicon

Af hverju er vatnsgufa með bragðefni þér til ama?

Er þér ami af matarlykt?

Bjarni (IP-tala skráð) 6.2.2018 kl. 16:16

5 identicon

Matarlykt er víðast til óþurftar, nema í eldhúsi á matmálstíma. Annars staðar á hún ekki heima. Lykt af kæstri skötu er matarlykt. Hún er ekki vinsæl. Hefurðu fundið lyktina af surströmning? Þannig er stybban af rafretum.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 8.2.2018 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband