"... óbyggð víðerni...njóti verndar."

Í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Íslands 20. október 2012 voru nær tvöfalt fleiri fylgjandi því að láta stjórnarskrá stjórnlagaráðs liggja til grundvallar heldur en þeir, sem voru því andvígir. 

Úrslitin voru afgerandi að þessu leyti. 

Í 33. grein segir svo: 

"...Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. 

Í því felst að fjölbreytni lífs og lands sé viðhaldið og náttúruminjar, óbyggð víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar. 

Fyrri spjöll skulu bætt eftir föngum." 

Skýrara getur þetta ekki verið og þess vegna er það grátlegt, að meira en fimm árum eftir að úrslit þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu lágu fyrir, skuli enn ekki hafa komist eitt einasta atriði úr henni til framkvæmdar, heldur neyðist þeir, sem vilja að draumur Jóns Sigurðssonar um íslenska stjórnarskrá, gerða af Íslendingum, rætist,  til þess að benda árangurslaust á sífellt fleiri atriði úr frumvarpi stjórnlagaráðs, sem fyrir löngu ættu að vera í stjórnarskrá okkar.  


mbl.is Víðerni fái vernd í stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það mættu aðeins 48,4% manna með kosningarétt í þessa gervikosningu hins ólögmæta "stjórnlagaráðs".

Jón Valur Jensson, 9.2.2018 kl. 16:38

2 identicon

 Það hefði ekki þótt afleitt í forsetakosningum í BNA. Hins vegar er eðlilegt að manni sem aðhyllist stalínskar stjórnunaraðferðir þyki lítið koma til slíkra talna.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 9.2.2018 kl. 18:51

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er því enn í fullu gildi.

Þorsteinn Briem, 9.2.2018 kl. 21:50

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er einfaldlega lýðræði og okkur varðar ekkert um nafnleysingja og aðra vesalinga sem ekki sætta sig við það.

Þorsteinn Briem, 9.2.2018 kl. 21:51

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti atkvæða ræður einfaldlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá.

"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.

It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).

The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."

Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland

Þorsteinn Briem, 9.2.2018 kl. 21:53

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.6.2004:

"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."

"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."

"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum í fimm.

Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."

Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940

Þorsteinn Briem, 9.2.2018 kl. 21:54

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 um tillögur Stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskrár var kosningaþátttakan 49%, um afnám áfengisbanns árið 1933 45% og um Sambandslögin 1918 44%.

Ekkert ólöglegt við þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnarskrána 20. október 2012.

Í kosningum greiða menn atkvæði samkvæmt því hvað þeim finnst um viðkomandi mál.

Og þeir geta skilað auðu ef þeir vilja.

Hvað þeim finnst í einhverri umræðu um málið er hins vegar ekki kosningar.

Og meirihluti kjósenda ræður í kosningum en ekki þeir sem heima sitja.

Þorsteinn Briem, 9.2.2018 kl. 21:59

8 identicon

Ómar minn. Sjaldan hef ég fengið jafn mikinn kjánahroll, eins og þegar ég las frétt í einhverjum fáránleikans fjölmiðlinum, að "nýju stjórnarskrár verjendurnir" Píratar, vildu hundsa eina af þeim 5 þjóðaratkvæða-spurningum hér um árið?

Píratar vilja ekki virða þjóðaratkvæða samþykktina í "nýju stjórnarskránni", um að almenningur vilji hafa þjóðkirkjuna ríkisreknu áfram á Íslandi?

Hvað er að hjá "lýðræðislega" Pírataflokknum? Er ekki lágmarkið að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um 5 spurningarnar úr "nýju stjórnarskrá" Íslands?

Góður ópólitískur Guð hjálpi þessum afvegaleiddu stjórnmálanna einstaklingum í öllum ruglflokkum Íslands.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2018 kl. 00:32

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var meðal þeirra í stjórnlagaráði sem vildu breyta ákvæðinu um þjóðkirkjuna, en við sem að þeirri tillögu stóðum, þar á meðal a.m.k. einn úr prestastétt, lögðu líka fram tillögurnar um beint lýðræði. 

Það er því eðlilegt og sjálfsagt að ekki verði hróflað við núverandi ákvæði um þjóðkirkjuna enda þótt munurinn hafi verið naumur í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. 

Með smámunasemi, sem er einstæð meðal þjóða úrskurðaði Hæstiréttur framkvæmd stjórnalagaþingkosninganna ólöglega, af því að send var inn kæra á hana. 

Ef skipun stjórnlagaráðs var ólögleg, af hverju var þá ekki send inn kæra á hana og skipanin úrskurðuð ólögleg?

Ekki vantaði viljann hjá fyrri kærendurm til þess að gera slíkt ef þeir hefðu talið líklegt að hnekkja þessari skipan. 

Svarið er einfalt: Skipan stjórnlagaráðs var fyllilega lögleg. Ef hún var ólögleg, hefðu skipanir allra stjórnarskrárnefnda af hendi Alþingis verið ólöglegar. 

Ómar Ragnarsson, 10.2.2018 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband