Minnir á rússneska umferđ og rússneska rúllettu.

Eftir tilkomu netsins og netmiđla á borđ viđ Youtube hefur rússnesk umferđ orđiđ heimţekkt fyrir ađ vera einhver sú versta á norđurhveli jarđar. DSC0033

Fjöldamörg atvik og athćfi vegfarenda, sem sjá má á ţessum myndum, eru yfirgengilega svakaleg.  

Ţar eiga allir í hlut, ökumenn fólksbíla, vörubíla, gangandi fólk, reiđhjólafólk og vélhjólafólk. 

Á myndunum hér á síđunni sést ýmist ađdragandi slyss eđa slys á mismunandi stigum. 

Atvikiđ, sem sýnt var á tengdri frétt í kvöld minnir á ţá rússnesku rúllettu, sem oft virđist vera spiluđ á einna magnađastan hátt á ţjóđvegum Rússlands.DSC01022

Vćgari rúlletta er spiluđ á umferđarţungum ţröngum vegum hér á landi og í hvert sinn sem mćst er, verđur ađ treysta ţví ađ farartćki sem kemur á móti, sé ekki skyndilega sveigt í veg fyrir mann. 

Dćmi eru um ţađ ađ bílar hafa komiđ fljúgandi í gegnum framrúđur annarra bíla, og myndir eru hér af ótrúlegum "stellingum" bíla eftir ađ ökumenn hafa misst stjórn á ţeim. 

Oft er kraftaverk hvernig hjólandi og gangandi vegfarendur sleppa eftir rosalega árekstra. 

Ţegar ég ók frá Moskvu langleiđina til Pétursborgar í mars 2006 vakti ţađ undrun mína hve ţessi "hrađbraut" á milli tveggja stćrstu milljónaborga ţessa stćrsta ríkis veraldar var víđa í afar lélegu ástandi.DSC01073

Síđan ţá hafa ekki borist fregnir af miklum breytingum til hins betra í Rússlandi, heldur hafa vegirnir í ţessu víđlenda ríki haldiđ vafasamri frćgđ sinni. 

En ţađ er kannski ekki nema von ađ seinlega gangi ađ bćta vegakerfiđ, ţví ađ íbúar landsins eru álíka margir og íbúar Frakklands og Ţýskalands til samans, en landiđ er hins vegar meir en ţrjátíu sinnum stćrra en Frakkland og Ţýskaland til samans.

Og af ţví ađ Ísland er tvöfalt strjálbýlla en Rússland ţarf víđa ađ taka til hendinni. 

Og svokölluđ umferđarmenning okkar er ekki til ađ hrópa húrDSC01007ra fyrir. DSC01027

DSC01056DSC01055DSC01075


mbl.is Fékk nćstum stjórnlausan bíl á sig
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kom til Pétursborgar fyrir fáum árum, og ţá var veriđ ađ byggja hrađbraut á súlum umhverfis borgina. En ţađ er rétt, ađ umferđin er hrođaleg, og virđing fyrir mannslífum nánast engin.
Viđ keyrđum framhjá ţar sem kona hafđi orđiđ fyrir bíl og lá međ fćturna á gangstéttinni og höfuđiđ úti á götu.  Hún var greinilega látin.
Viđ keyrđum ţarna framhjá tveim tímum seinna og hún lá ţar enn; reyndar búiđ ađ breiđa yfir hana teppi.

Hörđur Björgvinsson (IP-tala skráđ) 12.2.2018 kl. 01:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband