Minnir á rússneska umferð og rússneska rúllettu.

Eftir tilkomu netsins og netmiðla á borð við Youtube hefur rússnesk umferð orðið heimþekkt fyrir að vera einhver sú versta á norðurhveli jarðar. DSC0033

Fjöldamörg atvik og athæfi vegfarenda, sem sjá má á þessum myndum, eru yfirgengilega svakaleg.  

Þar eiga allir í hlut, ökumenn fólksbíla, vörubíla, gangandi fólk, reiðhjólafólk og vélhjólafólk. 

Á myndunum hér á síðunni sést ýmist aðdragandi slyss eða slys á mismunandi stigum. 

Atvikið, sem sýnt var á tengdri frétt í kvöld minnir á þá rússnesku rúllettu, sem oft virðist vera spiluð á einna magnaðastan hátt á þjóðvegum Rússlands.DSC01022

Vægari rúlletta er spiluð á umferðarþungum þröngum vegum hér á landi og í hvert sinn sem mæst er, verður að treysta því að farartæki sem kemur á móti, sé ekki skyndilega sveigt í veg fyrir mann. 

Dæmi eru um það að bílar hafa komið fljúgandi í gegnum framrúður annarra bíla, og myndir eru hér af ótrúlegum "stellingum" bíla eftir að ökumenn hafa misst stjórn á þeim. 

Oft er kraftaverk hvernig hjólandi og gangandi vegfarendur sleppa eftir rosalega árekstra. 

Þegar ég ók frá Moskvu langleiðina til Pétursborgar í mars 2006 vakti það undrun mína hve þessi "hraðbraut" á milli tveggja stærstu milljónaborga þessa stærsta ríkis veraldar var víða í afar lélegu ástandi.DSC01073

Síðan þá hafa ekki borist fregnir af miklum breytingum til hins betra í Rússlandi, heldur hafa vegirnir í þessu víðlenda ríki haldið vafasamri frægð sinni. 

En það er kannski ekki nema von að seinlega gangi að bæta vegakerfið, því að íbúar landsins eru álíka margir og íbúar Frakklands og Þýskalands til samans, en landið er hins vegar meir en þrjátíu sinnum stærra en Frakkland og Þýskaland til samans.

Og af því að Ísland er tvöfalt strjálbýlla en Rússland þarf víða að taka til hendinni. 

Og svokölluð umferðarmenning okkar er ekki til að hrópa húrDSC01007ra fyrir. DSC01027

DSC01056DSC01055DSC01075


mbl.is Fékk næstum stjórnlausan bíl á sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kom til Pétursborgar fyrir fáum árum, og þá var verið að byggja hraðbraut á súlum umhverfis borgina. En það er rétt, að umferðin er hroðaleg, og virðing fyrir mannslífum nánast engin.
Við keyrðum framhjá þar sem kona hafði orðið fyrir bíl og lá með fæturna á gangstéttinni og höfuðið úti á götu.  Hún var greinilega látin.
Við keyrðum þarna framhjá tveim tímum seinna og hún lá þar enn; reyndar búið að breiða yfir hana teppi.

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 12.2.2018 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband