Yfirlætislaust en einstaklega lúmskt fíkniefni.

Kannabis lætur ekki mikið yfir sér. Er í augum margra sára sakleysislegt og tölur um ávandabindingu virðast styðja það. Prósenturnar, hlutfallslegur fjöldi neytenda, sem verða fíkn að bráð var svona hjá nokkrum efnum fyrir um 20 árum og eru sennilega svipaðar enn : 

Kannabis 8%   Áfengi 13%   Kókaín 18%   Heróin 23%   Nikótín 33%

Fleiri tölur man ég ekki í svipinn, og fróðlegt væri að sjá tölur yfir amfetamín, koffein og hvítasykur.

Afl nikótínsins er sláandi og einnig lág tala fyrir kannabis. 

En það er ekki allt sem sýnist. 

Það er afar einstaklingsbundið hvaða fíkniefni orka sterkast á mismunandi einstaklinga. Sá sem er veikastur fyrir einu getur verið ónæmari fyrir öðru. 

Móðir mín heitin hafði til dæmis metnað og var ákveðin og staðföst, en byrjaði að reykja 25 ára og gat ekki hætt eftir það, hvernig sem hún reyndi. 

Ég held að vanmáttur hennar gagnvart nikótíninu hafi verið niðurdrepandi fyrir jafn kappsama manneskju. 

Faðir minn heitinn byrjaði ungur að reykja og neyta víns og fór í meðferð rétt fyrir sextugt, en datt reyndar aftur. 

En reykingar voru aldrei neitt vandamál fyrir hann og hann virtist vera næsta ónæmur fyrir nikótínfíkn, gat hætt og byrjað að vild á hinn fjölbreytilegasta hátt. Mamma öfundaði hann og sagðist ekki geta skilið hvernig svona hviklyndur maður gæti verið reyklaus hvenær sem hann vildi. 

Hún sagði einu sinni við okkur systkinin í kaldhæðni: "Þegar pabbi ykkar deyr, viljið þið gera það fyrir mig að láta fara með hann upp í háskóla og láta lækna skoða heilann í honum og finna út hvað í ósköpunum er þarna inni." 

Á blómatímanum í upphafi boxlýsinga okkar Bubba Morthens þegar Tyson, Prinsinn, Roy Jones jr., Gulldrengurinn, Holyfield og Lennox Lewis stóðu fyrir gullöld í hnefaleikum,  fór Bubbi í gegnum lokaátak meðferðar og við spjölluðum margt við útsendingarnar uppi á Krókhálsi um lífið og tilveruna. 

Hann sagði mér margt fróðlegt varðandi fíkniefnin. Í meðferðinni hafði árás á nikótínið verið frestað til þess að þyngja verkefni ekki um of. 

Þegar hann spurði mig, hvað af hinum fíkniefnum ég héldi að væri erfiðast fyrir hann að forðast giskaði ég ekki rétt. 

"Það er hassið, það er kannabis," svaraði Bubbi. 

"Já, en það er talið vera auðveldast viðfangs samkvæmt prósent tölum í rannsóknum," svaraði ég. 

"En það eru ekki algildar tölur og geta verið mismunandi eftir aðstæðum og einstaklingum" sagði Bubbi. "Þetta er svo svakalega lúmskt og svo er hassið líka mjög oft grunnurinn að neyslu á sterkari fíkniefnum." 

"Núna er ég streit, en ef einhverjum væri verulega illa við mig og vildi eyðileggja meðferðina fyrir mér, myndi hann laumast eða brjótast inn hjá mér þegar ég væri ekki heima og lauma hassköggli í gluggakistuna. Þegar ég kæmi heim myndi ég eiga hugsanlega ekki standast svona mikla freistingu." 

Bubbi lýsti enn frekar muninum á áfengi og kannabis. 

"Munurinn á partíi með áfengi eingöngu, sem fer úr böndunum, og hasspartíi er sláandi: 

Í fylleríspartíinu er hringt á pítsusendil og síðan leigubíl til að útvega meiri bús og í lokin á partínu hafa orðið hávaði, læti, og blóðug slagsmál með glerbrotum út um allt." 

Í hasspartínu ríkja hins vegar mikil rólegheit. Einhver segir kannski upp úr miðnætti: Eigum við ekki að hringja eftir pítsusendli? En ekkert gerist og menn halda áfram að synda þetta áfram stónd. Einhver minnist aftur á pítsuna um þrjúleytið en menn er þetta partífólk með hasshausana bara meira stónd og ekkert gerist. Hassið er lúmskasti andskoti sem til er." 

 


mbl.is „Ég man ekki hvernig hann hlær“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

29 ríki USA hafa lögleitt cannabis með mismunandi skilyrðum. Fremst í flokki fer Colorado sem seldi fyrir 1.5 milljarða dala í fyrra á 4. ári í lögleiðingu. 250 milljón dala í skatta sem renna beint í heilbrigðis og menntakerfin. Unglinganeyzla hefur minnkað. John Hickenloopeer ríkisstjóri barðist gegn lögleiðingunni en snérist hugur eftir að sonur vinar hans læknaðist af heilakrabba með  cannabis lækningaolíu.

GB (IP-tala skráð) 19.2.2018 kl. 07:48

2 identicon

Ha, hverju var Bubbi svona fúll yfir, að fá ekki pizzu í hasspartýinu?

DoctorE (IP-tala skráð) 19.2.2018 kl. 09:38

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta var dæmisaga hjá honum. 

Ómar Ragnarsson, 19.2.2018 kl. 13:08

4 identicon

Ómar. Engir tveir eru eins.

Ástæður fyrir svo ótalmörgum andlegum og líkamlegum brestum, eru heilbrigðiskerfisins áratuganna vanrækt greining á næringarskorti, sem er gerð með því að efnagreina hár einstaklinganna. Það er gert sums staðar í veröldinni þar sem er ábyrg og vönduð heilbrigðisþjónusta, en ekki á Íslandi. Á Íslandi er einungis tekin blóðprufa, sem sýnir mjög takmarkaða niðurstöðu. Tæpast meir þar að finna en járnskort.

Það er mjög alvarlegur glæpur af yfirlæknanna stjórnsýslunni á Íslandi, að vanrækja jafn mikilvægan heilbrigðisþátt og næringskort.

Svo er vandaðra sérfæðinga greiningin á ADD (athyglisbresti), og ADHD (athyglisbresti með ofvirkni), ekki nokkurn staðar í boði á niðurgreidda kladda heilbrigðiskerfisins hátt. Læknar og sálfræðingar með sérfræðimenntun í slíkum vandmeðförnum og vönduðum verkum er talaðir niður opinberlega, og jafnvel hafðir fyrir rangri sök af exelskjala-fölsurum í yfirlæknamafíukerfinu. Með skelfilegum afleiðingum fyrir fjölda fólks sem þarf á þessari lífnauðsynlegu þjónustu sérfróðra og vandaðra að halda.

Grunnskóla-sálfræðingar eru látnir sjá um þessar heilbrigðiskerfis vanræktu ADD og ADHD greiningar, og ýmislegt fleira sem hefur ekkert með menntastofnanakerfið að gera? Grunnskólasálfræðingar mega ekki meta lyfjagjöf, og geðlæknar með enga þekkingu á ADD og ADHD eru ekki hæfir til að meta lyfjagjafir og önnur úrlausnarmál. Svona lagað verður ekki læknað í gegnum Kastljósþætti og Silfur Egils þætti. Engum dytti í hug að flytja krabbameinsgreiningar yfir í Kastljósþætti og Silfur Egilsþætti? Með tilheyrandi blekkingaráróðri og múgæsingi fordómafullra og fáfróðra áhorfenda og áheyrenda? Eða hvað?

Einstaklingur sem fær lesblindugreiningu utan grunnskólakerfisins fær ekki neina sérhæfða hjálp í grunnskóla. Það eru óverjandi og ólögleg svik við barn sem er skyldað af opinbera kerfinu til að mæta í grunnskóla frá 6 ára aldri til 16 ára aldurs!

Grunnskólinn er kominn með ólögverjandi og glæpsamlegan rétt til að níðast á börnum sem ekki fá fötlun sína viðurkennda og rétt meðhöndlaða. Vegna ósýnilegra og ábyrgðarfríaðra baktjaldavaldníðinga, og undirheimasölumanna götudópsdauðans.

Grunskólakerfis vanrækslu-einokun á óframkvæmdum lesblindugreiningum er látin viðgangast. Þetta var alla vega þannig fyrir tíu árum síðan í sumum grunnskólum á Íslandi.

Heilbrigðiskerfið á einungis að sinna heilbrigðisþjónustu.

Grunnskólakerfið á einungis að sinna lestrarkennslu.

Og ef grunnskólum tekst að kenna börnum að lesa, þá má bæta við einföldum og auðveldum kennsluaðferðum í reikningi. Og ef það tekst, þá mætti að skaðlausu kenna siðfræðilega verjandi, frjálsa og gagnrýna hugsun ómótaðra og skoðanarétthafandi barnanna.

Grunnur alls góðs til framfara og friðar á 21 öldinni, er að geta lesið með einbeitingu. Einstaklingur með athyglisbrest (ADD), getur ekki munað og skilið það sem hann hefur lesið, á réttan hátt.

Sá sem ekki fær hjálp hjá heilbrigðiskerfinu með löglega og vandaða fagfólksframkvæmdar greiningar af ýmsu verjandi tagi, til að geta lesið, skrifað og reiknað, með einbeitingu á Íslandi? Sá einstaklingur á í dag ekki aðra möguleika en að fara til annarra landa til að fá fjölbreytilega og vandaða greiningar og heilbrigðisþjónustu með tilheyrandi sálfræði og lyfja aðlögun. Engin slík heilbrigðisþjónusta er til á skattniðurgreidda og vandaðra greininga þjónustulistanum á Íslandi. Og á Íslandi er margra hluta vegna meiri þörf fyrir slíka þjónustu við athyglisbrestinum, heldur en í flestum ríkjum sem skylduð eru til að lesa. Og það alveg ólæs öll 10 mótandi barnsárin í grunnskólaþrælandi pyntingabúðunum?

Undirheimadópsalar og fangelsi landsins sjá svo um að gera endanlega út af við þessa kerfispíndu og kerfissviknu einstaklinga. Höfundur kerfisins er hvergi sjáanlegur á aftökufjölmiðlunum auglýsandi, blekkjandi eineltandi og ljúgandi! 

Á Íslandi hefur verið eiturlyfja og þrælaútgerð með þá sem ekki fá vandaðar og siðferðislega yfirlækna/lögmanna/dómsstólaverjandi heilbrigðisþjónustu, með tilheyrandi réttlæti í opinbera skylduskóla-skattapíningar landinu hér í glæpanorðrinu einangraða.

Ég veit ekki á hvaða vegferð yfirlæknamafían og yfirskólamafían er, (er ekki að tala um ráðherrana eða alþingisfólkið því það veit ekkert endilega meir en aðrir um svikin). En það hefur hingað til átt sér stað alveg óverjandi glæpamennska á efstu og milli-syllum þeirrar ,,baktjaldamafíu undir borðum skipulögðu glæpaverkum".

Ég bið heilaga Maríu Guðsmóður og almættið góða alvitra um að blessa höfunda og framkvæmdastjóra illra afla. Enginn er almáttugur hér á jörðinni. Ef enginn biður góðu öflin um blessun, leiðbeiningar og visku af óeigingirni og heiðarleika, þá fara illu, öfundsjúku og gráðugu öflin sínu fram.

Þegar fólk á það minnst skilið að beðið sé um Guðs almættisblessun fyrir því, þá þarf það fólk mest á þeirri blessunarbæn að halda. Sjúkur einstaklingur á sál og líkama getur ekki beðið um blessun og betrun fyrir sig, né læknað sig sjálfan.

Hefur ekkert með trúarbrögð af nokkru tagi að gera. Þetta er bara svona.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2018 kl. 15:30

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Athyglisvert Ómar, þetta er eintaklingbundið.

En það eru margir sem eru eins og Bubbi og hann pabbi þinn sem var eins og þú einstaklega skemmtilegur kall. Ég hugsaði mér snemma að brennivínið og tóbakið væri nógu mikil freisting fyrir mig þó annað bættist ekki við. Enda var það hvergi í mínum umgangskredsum þarf sem alir drukku og reyktu tóbak.

Ég átti auðveldara með að hætta að reykja tímbundið ævilangt  en að kveðja búsið algerlega.Tuggði skro meðan ég var að hætta. Nú eru margir húkkaðir á nikótíntyggjó og geta ekki hætt þvi þó þeir hætti að reykja .Nú hef ég ekki smókað í 16 ár samfleytt og orðinn það linari í sprúttinu að það er ekki vandamál, heldur ekkert andlegt kikk lengur heldur frekar bara líkamleg hressing.   

En þetta er mismunandi með fólk eins og þú og Bubbi benda á. Mig langar ekkert að reykja lengur en ég hætti líklega ekki að smakka það héðan af, tekur því ekki heldur.  

Halldór Jónsson, 19.2.2018 kl. 17:05

6 identicon

Halldór. Mikið er gott að ekki séu þú og margir aðrir jafn mikið heilbrigðiskerfis sviknir og seldir í undirheimana. En það hjálpar ekki þeim sem hafa verið sviknir af því skurðhnífanna yfirlæknakerfi.

Fíkn á sér ótal margar niðurþaggaðar og vanræktar heilbrigðiskerfisins ó-skattniðurgreiddar GRUNN orsakir. Með skelfilegum afleiðingum fyrir flest allt velferðarsamfélagið á Íslandi. Ég bið þig ekki um að skilja þetta sem ég er að benda á Halldór. Heldur bið ég þig og aðra um að gefa reynsluorðum og staðreyndum sem ég bendi á, réttlætanlegan og verjandi möguleika, sem ekki eru byggður á reynslulausri og fordómafullri fáfræðslu nútímans í fjölmiðlum á Íslandi.

Það vita þeir sem eru reynslumiklir og víðlesnir um þessi næringar og heilbrigðis-fræði, að ég er að segja satt og get staðið með mínum skoðunum hvar sem er. Alla vega þar til svikakerfið þaggar endanlega niður í mér með svikulum valdmisbeitingum heilbrigðismafíu yfirlæknakerfisins.

Vandamálið leysist hinsvegar ekki með því að þagga niður í mér. Gott fyrir alla að muna og skilja, að þöggun um sannar staðreyndir viðheldur og eykur vanda ALLRA.

Við öllum vanda þarf að bregðast með upplýstum og réttlætanlegum verjandi betrumbótum, á einhverjum tímapunkti. Það er óhjákvæmilegt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2018 kl. 17:46

7 identicon

Eitt gleymdist í þessu og það er koffín, ég drekk ekki kaffi og mjög sjaldan kók.

Ég hætti að drekka kók fyrir nokkuð mörgum árum, drakk alveg 2 lítra á dag sem unglingur. Félagi minn hinsvegar þegar hann hætti að drekka kók fór í 5 daga fráhvörf með höfuðverk og leiðindum, fólk er augljóslega mis næmt fyrir þessu.

Ég er seinn til drykkju og læt dóp í friði einfaldlega af því að ég tek ekki sénsinn á afleiðingum á sama tíma vil ég að allt dóp verði til sölu en bara reynt að gera það eins óvinsælt og hægt er, minkar eymd hjá fólki og fækkar glæpum.

Emil

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 19.2.2018 kl. 20:32

8 identicon

Emil. Engir tveir eru eins.

Og engir tveir eru með sama hæfileika og styrkleika ástandið í tilverunni. Ekki á líkama, í huga, né á sál.

Það vantar mikið uppá að allir skilji (og ég meðtalin), að enginn getur né má skilja og dæma aðra án þess að raunverulega réttlætið beggja vegna borðsins sé heiðarlega rætt, og heiðarlega rétt útskýrt, og skilið, og virt.

Virðing er grunnur mennskrar og siðmenntaðrar stjórnsýslu.

Og virðing er grunnur alls friðsamlegs og góðs hér á jörðinni.

Ef virðinguna vantar í samskiptum, þá eru þau samskipti í höndum illra vanvirðingar blekkingarafla. Sem freista kerfissvikinna og sjúkra einstaklinga með ólögverjandi svikum og fyrirfram skipulögðum blekkingarvef, til að leiða heilbrigðiskerfis svikna og sjúka einstaklinga í það svikanet. Sem setur þá á endanum á sakamannabekk. Til að gera þá að blórabögglum og fangelsis-fæðu svikakerfisins lögmanna, og hæstaréttar skipulagða glæpamafíuleikrits!

Mikið afskaplega er skömm þeirra valdníðslu skipuleggjandi leikritshöfunda og leikara skammarleg og niðurlægjandi fyrir þá leikritshöfundana, og fyrir þá ó-athyglisbrestsþjáðu, ó-lesblindu, og svívirðilega glæpsamlega valdníðandi í stjórnsýslunni allri, á þeim sem eru heilbrigðiskerfis sviknir, grunnskólakerfis sviknir, og á endanum sviknir fram af brúninni, af fangelsismálastofnun ríkisins.

Enginn jarðneskur og lifandi maður hefur leyfi til að lofa einum eða neinum því, að lífið eigi að vera einfalt og auðskilið hér á jörðinni. En sumir glæpastjóratoppar telja sig geta lofað sviknum, lesblindum, athyglisbrestsjúkum og varnarlausum einstaklingum svikagulli, án nokkurrar refsingar fyrir misnotkun sinna yfirburða?

Hæstiréttur Íslands? Hvað er nú það? Hæstiréttur Íslands, sem svíkur heilbrigðiskerfis svikna einstaklinga í áratugi, á samviskulausan og ólögverjandi hátt?

Það er ekki eins manns verk, né eins flokks verk, né einnar þjóðar verk, né eins alheimsbanka-stjórnarverk, að leysa öll siðferðisbrenglunar utanvega sjónsýslunnar mál.

Það er verkefni allra einstaklinga sem hafa til þess bolmagn og forréttinda lestragetu, að bæta það sem ekki er verjandi hér á jörðinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2018 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband