Níðþröng og villandi sýn á alþjóðlegt hugtak.

Hvað eftir annað gerist það að menn misnota eða skilja ekki alþjóðlega hugtakið sjálfbæra þróun (sustainable development). Nýlega var fullyrt í fjölmiðlum að starfsemi Kárahnjúkavirkjunar væri svo einsstaklega gott dæmi um sjálfbæra þróun í framkvæmd. Leirfok, Kárahnjúkar

Þegar nánar var litið á þessa fullyrðingu kom í ljós að notkun hugtaksins var svo níðþröng, að hún jafngilti fölsun. 

Aðeins var litið á innri starfsemi virkjunarinnar og alls ekki horft eins vítt um sviðið og langt fram í tímann og krafist er í skilgreiningunni. 

Þar er krafan skýr um að aðgerðir í nútímanum megi ekki ganga á rétt komandi kynslóða, ekki bara þær allra næstu, heldur að minnsta kosti næstu aldir, til að þær geti valið sér sína þróun (aðgerðir, framkvæmdir, starfsemi). 

Kárahnjúkavirkjun er eimtthvert versta dæmið, sem hugsast getur um mestu mögulegu neikvæðu og óafturkræfu umhverfisáhrif sem hægt er að valda hér á landi, og þetta var staðfest í vinnu í rammaáætlun og mati á umhverfisáhrifum þessa mesta hervirkis okkar tíma á Íslandi. 

Mynd, sem ég ætla að birta, sýnir við hvað allar kynslóðir Íslands mega búa um aldir og árþúsundir, gríðarlegt leirfok af mannavöldum úr þurru lónstæði Hálslóns fyrri part sumars á hlýjustu sólardögunum, þegar sunnan hnjúkaþeyr rífur upp sinn skammt af milljónum tonna af fínum leir, sem Jökla og Kringsilsá hafa borið sumarið áður í lónið þegar það var fullt. 

Á myndinni er horft yfir ysta hluta Hálslóns í júlí og það rétt grillir í Kárahnjúka og Sandfell, en risastíflurnar þrjár eru á kafi í kófinu, sem varla er verandi í. 

 

Og síðari tíma kynslóðir munu síðan erfa lamaða virkjun vegna þess að Hjalladalur, sem sökkt var í miðlunarlónið, verður orðinn fullur af leir og drullu og miðlunin ónýt. 

Tengd frétt frá því í haust sýnir vel, hvernig menn einblína á þröng efnahagsleg og viðskiptaleg sjónarmið til skamms tíma þegar þeir nota hugtakið sjálfbæra þróun í tengslum við áhrif loftslagsbreytinga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvort þetta verður vandamál fer eftir því hvernig menn höndla uppfillínguna ef men loka lóninu í hægum skrefum og græða jaðrana jafn óðum ætti þetta ekki að verða vandamál endar sem rennslisvirkjun. alltaf erfitt að græða upp leir borið land en gerlegt ef vatnið væri ekki að stríða mikið

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 21.2.2018 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband