Aukið aðgengi skapar aukna notkun.

Eitt af viðurkenndum og marg prófuðum grundvallaratriðunum í meðferð fíkni- og vímuefnasjúklinga svo að þeir geti haldið sé frá neyslu þeirra, er að þeir forðist þá staði og aðstæður þar sem fíknin æsist upp. 

Því víðar og því meira sem aðgengið er, þeim mun meiri hætta á neyslu. 

Þetta á augljóslega líka við byssusjúka menn og það er ótrúleg staðhæfing hjá forseta Bandaríkjanna að mikið og áberandi framboð á stórvirkum stríðstólum hafi ekkert að segja í þessum efnum, morðóðir menn muni samt drepa fólk.  

Eins og fjöldamorðinginn í Las Vegas var gott dæmi um, réði aðgengi hans að stórvirkum morðvopnum mestu um það hve marga hann drap.

Þegar morðfíknin byggist á því að drepa sem flesta, ræður afl og stærð fáanlegra morðvopn mestu um það hve langt morðinginn kemst.  

 


mbl.is „Hún var myrt í síðustu viku“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Heldur þú að morðóðir menn munu ekki finna leið til að drepa fólk? Tökum t.d. á Íslandi, ef einhver vill fremja fjöldamorð, heldur þú að hann kæmist ekki yfir skotvopn?  Breivik drap 68 manns með löglegum veiði riffli. Viltu banna þá? Og ef þú bannar þá, heldur þú að glæpamenn og morðóðu aðilarnir myndu láta yfirvöld fá byssurnar sínar?

Mofi, 22.2.2018 kl. 11:07

3 identicon

http://www.ruv.is/frett/fjoldamordin-sem-breyttu-astraliu

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 22.2.2018 kl. 16:35

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ævinlega þegar rökin þrýtur er manni gerðar upp skoðanir. Ég hef aldrei lýst yfir vilja til að banna byssur og heldur ekki vilja til að banna áfengi. 

SÁÁ berst ekki fyrir því að banna áfengi heldur því að því sé beinlínis haldið að sem flestum sem víðast.  

Sjálfir eru sömu Bandaríkjamennirnir sem vilja óheft framboð á stórvirkum stríðstólum og að 19 ára menn geti keypt sér stórvirk vopn með löggjöf sem bannar sömu 19 ára mönnunum að kaupa sér ölkrús. 

Ómar Ragnarsson, 22.2.2018 kl. 17:11

5 Smámynd: Mofi

Þegar rökin þrjóta þá á fólk erfitt með að svara einföldum spurningum. 

Mofi, 22.2.2018 kl. 17:32

6 identicon

 Skotvopn eru oftar notuð í sjálfsvörn en til að fremja glæpi. Þess vegna þíðir ekkert að bara draga úr aðgengi. Náúnginn í Vegas tókst að breita bissuni þannig að hún gat skotið nánast sem hríðskotabissa og NRA hafa komið með tillögur sem mindu taka firir þetta.

Jói Jón (IP-tala skráð) 22.2.2018 kl. 21:19

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Samkvæmt þessari kenningu ætti íslendingar að drekka mest af vatni allra í heiminum.

Samkvæmt þessari kenningu ættu fleiri að ganga menntaveginn.

Samkvæmt þessari kenningu drekka flestir sem koma í bankann kaffi.

Samkvæmt þessari kenningu eru evrópubúar meira og minna fullir, alltaf.

Samkvæmt þessari kenningu ætti USA að eiga heimsmet í tíðni morða.  (Rannsakaðu það.  Ég skora á þig.)

Kjaftæði.  Stenst ekki skoðun.  Reyndu aftur.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.2.2018 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband