Viðfangsefnið: 50 þús.fleiri bílar eftir 22 ár en nú?

Samgöngukerfi Reykjavíkur þekur þegar 50% af flatarmáli byggðarinnar. Ef fjölga á íbúum um þriðjung á höfuðborgarsvæðinu, eða um 70 þúsund, mun bílum að óbreyttu fjölga um minnst 50 þúsund, og það stóra bíla ef marka má bílaauglýsingar blaðanna. Það dæmi gengur ekki upp að óbreyttu. 

Að sjálfsögðu verður að spýta í lófana varðandi gerð mislægra gatnamóta og annarra umbóta á gatnakerfinu, þótt ekki væri nema til að auka öryggi, en augljóst er að fleira þarf til, því að það er einfaldlega ekki til flatarmál fyrir alla þessa fjölgun bíla og vaxandi kröfur um að þeir séu sem stærstir og lengstir. 

Þess vegna þarf aðgerðir til aukinna afkasta miðað við rými. 

1. Endurskipulag gatnakerfisins til að auka flæði, að þvi takmarkaða leyti sem það er hægt. Nýjar leiðir eins og Sundabraut o. fl.

2. Fleiri stuttir bílar. Dæmi: 100 þúsund bílar fara um Miklubraut um Ártúnsbrekku. Ef meðallengd þeirra styttist um 50 sentimetra  að jafnaði, úr 4,6 metra meðallengd niður í 4,1, (úr Passat niður í Póló)  verða 50 kílómetrar, sem nú eru þaktir bílum á degi hverjum, auðir á hverjum degi. Þessu má ná með ívilnandi aðgerðum sem miðast við lengd bíla. Því minna rými, sem bíllinn tekur, því minna borgar sá sem um borð er fyrir afnotin af takmarkaðri lengd götunnar/vegarins. Og öfugt. 

2. Fleiri hjól, reiðhjól og vélknúin hjól og brýr og nýjar leiðir fyrir þau. Hvert hjól býr til rýni fyrir einn bíl, sem annars hefði ekki pláss. Eftir þriggja ára reynslu mína á þessu sviði hef ég staðið sjálfan mig að fordómum gegn þessum samgöngumáta, sem mynduðust í þau 55 ár, sem ég var ekki á hjóli.  

3. Almenningssamgöngur, strætó og Borgarlína í rólegri en markvissri þróun þar sem þess er gætt, að þessi samgöngumáti losi meira rými en það tekur upp  varðandi pláss hvers vegfarenda.  


mbl.is Borgarlínan hápólitískt álitaefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu á að setja Miklubraut í stokk frá Snorrabraut upp fyrir gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, þannig að Miklabrautin liggi undir Kringlumýrarbrautina og gatnamótin því mislæg.

Miklabraut í stokk - Myndband

Síðastliðinn mánudag:

"Að færa Miklubraut á milli Snorrabrautar og Kringlunnar í stokk tæki um þrjú ár," segir Árni Freyr Stefánsson verkfræðingur.

"Grafinn yrði skurður, um 32 metra breiður og 10 metra djúpur og í þessum skurði steyptur stokkur.

Þetta yrði 2 + 2 vegur, keyrt niður í og upp úr stokknum við Snorrabraut og til móts við Kringluna.

Og a
ðreinar og fráreinar yrðu við Kringlumýrarbraut," segir Árni Freyr."

Þorsteinn Briem, 24.2.2018 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband