Ótækt fyrir áratugum, uppnefnt sem "eitthvað annað."

Það er sífelld áminning um mátt sterkra valdaafla, sem nýta aðesötðu sína til þess að þjóna  hagsmunum sínum, hvernig þessi öfl keyrðu stóriðjustefnuna og virkjanaæðið áfram í upphafi þessarar aldar. 

Alltaf eru að koma fram ný og ný dæmi um þetta. 

Þeir sem minntust á gagnaver fyrir rúmum áratug sem mun skárri kost en álver, voru úthrópaðir sem "andstæðingar rafmagns, atvinnuuppbyggingar og lífskjarasóknar."

Ástæðan var sú, að gagnaver féllu undir skilgreininguna "eitthvað annað" en álver, og það var nóg til að fordæma þá sem komu með slíkar og þvílíkar hugmyndir, hvað þá ef ferðaþjónusta var nefnd.

Áltrúarmenn nefndu aldrei ferðaþjónustuna því hafni, heldur aðeins með orðum eins og "fjallagrasatínsla" og "lopapeysu latte-lepjandi afætulýður á kaffihúsum í 101 Reykjavík. "

Nýjasta útgáfan er "101-rotturnar."

Nú, rúmum áratug síðar, þegar hinn útlendi ferðamaður hefur fært þjóðinni mestu uppgrip, atvinnuuppbygingu og lífskjarasókn í manna minnum, er góðri ríkisstjórn 2013-2016 þakkað, ekki ríkisstjórninni þar á undan sem hóf þó hagvaxtartímabilið í kjölfar brunarústabjörgunar af völdum Hrunsins, og enn síður þeim sem mæltu þá með þeirri atvinnuuppbyggingu og lífskjarasókn sem "eitthvað annað." 

Þeir mega enn og áfram sitja uppi með ummæli eins og að "hafa lengi barist fyrir því með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir uppbyggingu og mannlíf."  


mbl.is Gagnaver rís á Korputorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er alltaf í kaffi.

Nema þegar hann er úti að aka á milli kaffiboða á kostnað þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu, þar sem langflestir skattgreiðendur búa.

Þorsteinn Briem, 25.2.2018 kl. 18:23

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mars 2015:

"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.

Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."

Í ferðaþjónustunni eru 69% starfa á höfuðborgarsvæðinu.

Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

Þorsteinn Briem, 25.2.2018 kl. 18:27

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar að auki eru flest hótel, gistiheimili og veitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu í póstnúmerinu 101 Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 25.2.2018 kl. 18:32

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2015:

"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.

Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."

Ásgeir Jónsson hagfræðingur útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

Auknar fjárveitingar ríkisins til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 25.2.2018 kl. 18:35

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.5.2017:

Starfsmönnum álversins í Straumsvík fækkað um eitt hundrað á nokkrum árum í 380

7.8.2015:

"Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan sendi starfsmönnum bréf í dag þar sem hún útskýrir afstöðu fyrirtækisins."

"Rannveig segir í bréfinu að ... fyrirtækið hafi tapað samtals sjö milljörðum árin 2012 og 2013 og að hagnaður fyrirtækisins aðeins verið 0,3% arðsemi eigin fjár."

Steini Briem, 5.3.2016:

Vilji fyrirtæki hér á Íslandi ekki hækka laun eins og önnur fyrirtæki í landinu verður því einfaldlega lokað og starfsmennirnir fá sér vinnu í öðrum fyrirtækjum sem geta hækkað laun vegna þess að þau eru ekki rekin með tapi.

Starfsmennirnir eru ekki þrælar erlendra stórfyrirtækja eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja greinilega að þeir verði.

Og álverið í Hafnarfirði er ekki rekið með tapi vegna launa starfsmannanna.

27.4.2017:

"Á aðalfundi Landsvirkjunar í dag var samþykkt tillaga stjórnar fyrirtækisins um 1,5 milljarða króna arðgreiðslu til ríkisins."

10.4.2013:

"Á aðal­fundi Lands­virkj­un­ar í dag var samþykkt til­laga stjórn­ar fyr­ir­tæk­is­ins um arðgreiðslu til eig­enda, þ.e. rík­is­sjóðs, að fjár­hæð 1,5 millj­arðar króna fyr­ir árið 2012.

Lands­virkj­un greiddi 1,8 millj­arða í arð í rík­is­sjóð í fyrra [2012] en fyr­ir­tækið greiddi eng­an arð í fjög­ur ár þar á und­an [2008-2011]."

Þorsteinn Briem, 25.2.2018 kl. 18:38

6 identicon

Lítil forsjá að hala niður 5000 fermetra kubbaldi á stað sem byggð færist að innan örfárra ára. Nær væri að það verði byggt ofan Varmadal þar sem nýtt iðnaðarhverfi er að rísa.
En þá er það ekki lengur innan borgarmarka skattalega séð...

Palli Gardarsson (IP-tala skráð) 25.2.2018 kl. 20:16

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nýsköpun er aldrei neinni ríkisstjórn að þakka. En vöntun á nýsköpun getur oft verið ríkisstjórnum að kenna.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.2.2018 kl. 22:12

8 identicon

Álverið á Austförðum brúaði bil

Það þurfti rándýrt efnahagshrun til að kynna landið til að það kæmist á blað sem ferðamannaland. Engu Alþingi eða ríkisstjórn dytti nokkru sinni í hug að leggja í þvílíka glæfrafjárveitingu eða gengisfellingu upp á von og óvon.

Nú þurfa menn að sýna aga og kjark til þess að draumur breytist ekki í martröð. Það er furðulega vafasamt hvort atvinnugreinin og Alþingi tíma því.

Samt þarf að vara sig á „fjármálaöflum". Hjörleifi Guttormssyni tókst að stemma stigu við hækkun álverðs í hafi (meira virði en jafnþyngdar sinnar í platínu) Núna þarf að stöðva svindlskuldfærslu álvera. Og örfáir Bretar ætla að verða forríkir á að skaffa nokkur ppm af orkuþörf landa sinna með sæstreng frá Íslandi.

Upp úr miðri síðustu öld þurfti „eitthvað annað" til að reka fleiri fætur en sjávarútveg undir íslenzkt efnahagslíf. Ýmsir vinstri-stjórnmálamenn þóttust halda að fiskurinn væri óþrjótandi auðlind og vildu ekki „eitthvað annað". Menn fundu „eitthvað annað" sem var álver. Þetta „eitthvað annað" kom sér vel þegar síldarstofninum var næstum útrýmt og þegar Svarta skýrslan um ástand fiskistofnanna kom út á sínum tíma.

Aðalsteinn geirsson (IP-tala skráð) 25.2.2018 kl. 23:43

9 identicon

Hjörleifur stemmdi reyndar stigu við hækkun hráefnis í hafi.

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 25.2.2018 kl. 23:47

10 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Af hverju reisa menn ekki gagnaver við Hellisheiðarvirkjun, þar er orka og nægt landrými. 

Stefán Þ Ingólfsson, 25.2.2018 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband