Gamall draumur Norsk Hydro.

Séð frá Noregi er Reyðarfjörður anddyri að orku Íslands og upphaflega stóð til að Norsk Hydro reisti álver í Reyðarfirði og það með strangari kröfum um mengunarvarnir en Alcoa slapp með. 

Norsk Hydro dró sig til baka meðal annars vegna þess að í Noregi er mjög öflug náttúrverndarhreyfing sem fylgdist vel með málinu og studdi málstað íslenskra náttúruverndarsamtaka. 

Hákon Aðalsteinsson flutti Noregskonungi drápu og Erik Solheim, formaður norsku náttúruverndarsamtakanna, kom tvívegis til Íslands. 

Hann og Jan Riise, einn helsti virkjanasérfræðingur Norðmanna, voru sammála um það að Kárahnjúkavirkjun ylli margfalt meiri umhverfisspjöllum en versta virkjun Noregs, sem Gro Harlem Brundtland sagði í endurminningum sínum að hún sæi mest efir að hafa samþykkt. 

Eftir að Hydro dró sig til baka mátti fyrirtækið horfa upp á að Alcoa fengi miklu betri kjör en Hydro, til dæmis ákvæði í orkusölusamningnum sem skuldbindur Alþingi til þess að afsala sér rétti til að setja þak á það, hve miklar bókhaldskúnstir megi gera til að sleppa alveg við að greiða tekjuskatt af álgæsinni, en það samsvarar tugum milljarða króa á ári. 

Samkvæmt nýjustu fréttum getur gamall draumur Norsk Hydro ræst ef fyrirtækið kaupir álverið í Straumsvík, og séð frá Noregi fer fyrirtækið þá bakdyramegin inn á Íslandi. 


mbl.is Hydro gerir tilboð í álverksmiðju ISAL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, í febrúar 2009:

"Virðisauki af starfsemi stóriðjuvera hér á Íslandi er ekki mikill.

Samkvæmt ársreikningum þeirra álvera sem störfuðu hér á árinu 2007 má áætla að hjá þeim sé virðisaukinn samtals um 25 milljarðar króna, sem svarar til um 1,8% af vergri þjóðarframleiðslu.

Virðisaukinn lendir að 2/3 hlutum hjá erlendum eigendum álveranna en einungis 1/3 hjá íslenskum aðilum, sem svarar til 0,6%-0,7% af þjóðarframleiðslunni.

Virðisauki vegna sölu á aðföngum til stóriðju er að mestu leyti hjá orkusölum en ekki eru tiltækar talnalegar upplýsingar um hann.

Verð á raforku til stóriðju bendir þó til þess að hann sé ekki mikið umfram vaxtagreiðslur orkuveranna sem renna úr landi og viðunandi ávöxtun eiginfjár.

Því eru líkur á að arður af orkulindinni, auðlindarentan, renni nær óskipt til orkukaupendanna, stóriðjuveranna."

Þorsteinn Briem, 26.2.2018 kl. 12:55

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.5.2017:

Starfsmönnum álversins í Straumsvík fækkað um eitt hundrað á nokkrum árum í 380

7.8.2015:

"Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan sendi starfsmönnum bréf í dag þar sem hún útskýrir afstöðu fyrirtækisins."

"Rannveig segir í bréfinu að ... fyrirtækið hafi tapað samtals sjö milljörðum árin 2012 og 2013 og að hagnaður fyrirtækisins aðeins verið 0,3% arðsemi eigin fjár."

Steini Briem, 5.3.2016:

Vilji fyrirtæki hér á Íslandi ekki hækka laun eins og önnur fyrirtæki í landinu verður því einfaldlega lokað og starfsmennirnir fá sér vinnu í öðrum fyrirtækjum sem geta hækkað laun vegna þess að þau eru ekki rekin með tapi.

Starfsmennirnir eru ekki þrælar erlendra stórfyrirtækja eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja greinilega að þeir verði.

Og álverið í Hafnarfirði er ekki rekið með tapi vegna launa starfsmannanna.

27.4.2017:

"Á aðalfundi Landsvirkjunar í dag var samþykkt tillaga stjórnar fyrirtækisins um 1,5 milljarða króna arðgreiðslu til ríkisins."

10.4.2013:

"Á aðal­fundi Lands­virkj­un­ar í dag var samþykkt til­laga stjórn­ar fyr­ir­tæk­is­ins um arðgreiðslu til eig­enda, þ.e. rík­is­sjóðs, að fjár­hæð 1,5 millj­arðar króna fyr­ir árið 2012.

Lands­virkj­un greiddi 1,8 millj­arða í arð í rík­is­sjóð í fyrra [2012] en fyr­ir­tækið greiddi eng­an arð í fjög­ur ár þar á und­an [2008-2011]."

Þorsteinn Briem, 26.2.2018 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband