Sjálfsagður dagur. Óvart hátíðardagur okkar Helgu frá 1962.

Ég minnist Valdísar Gunnarsdóttur með hlýju frá þeim árum þegar við störfuðumm bæði fyrir Bylgjuna og Stöð 2. 

Einkum fannst mér vel til fundið hjá henni að koma Valtentínusardeginum á almanakið hjá okkur Íslendingum. 

Ýmsir gagnrýndu hana fyrir að vera að elta ameríska hefð, en dagurinn er miklu alþjóðlegri og eldri en það, að slík gagnrýni standist. 

Heilagur Valentínus var uppi fyrir næstum 2000 árum og dagurinn því ekkert síður evrópskur en amerískur. 

Þess ber að geta að langflestir hátíðisdagar hér á landi eru útlend fyrirbrigði í upphafi. 

Jólin, páskarnir, uppstigningardagur, 1. maí hvítasunnan, bolludagur, öskudagur og sprengidagur, allt eru þetta upphaflega erlendir hátíðisdagar. Íslenskir dagar, sem finna má í almaneki Háskóla Íslands, eru bóndadagur, konudagur, sumardagurinn fyrsti, 17. júní, verslunarmannafrídagurinn, dagur íslenskrar náttúru og dagur íslenskrar tungu.

Ég var kannski ekki alveg hlutlaus varðandi Valentínusardaginn, því að án þess að vita af því, héldum við Helga upp á 14. febrúar í tuttugu ár áður en við vissum að sá dagur væri Valentínusardagurinn!

Ástæðan var sú að við hittumst og byrjuðum að vera saman 14.febrúar 1961. 

Við vorum því sennilega á undan Valdísi hvað þetta snerti, en munurinn var sá, að við vissum ekki að þetta væri Valentínusardagurinn. 

Á gullbrúðkaupsári okkar 2011 tileiknaði ég henni lagið "Dagur elskendanna", sem getur líka átt við trúlofunardaga og brúðkaupsdaga, og úr því að verið er að tala um Valdísi Gunnarsdóttur þá er hér text lagsinsm en lagið sjálft hyggst ég setja öðru sinni á facebook síðu mína.  

 

DAGUR ELSKENDANNA. 

 

Þetta´er dagurinn okkar, sem eigum við nú, 

þegar örlögin réðust og ást, von og trú

urðu vegvísar okkar á ævinnar braut 

gegnum unað og mótbyr, í gleði og þraut. 

 

Þú varst hamingjusólin og heilladís mín

og ég hefði´aldrei orðið að neinu án þín. 

 

Ég í fögnuði þakka þegar faðmarðu mig

að hafa fengið að lifa og elska þig. 

 

Og til síðasta dags, ár og síð, hverja stund, 

þá mun sindra björt minning um elskenda fund. 

Ég við ferðalok þakka, - straumur fer þá um mig

:,: að hafa fengið að lifa og elska þig :,:


mbl.is Valdís var drottning útvarpsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Tiburtiusdagen firades den 14 april. Den kallades förr, främst i Sydsverige, första sommardagen beroende på en gammal indelning av året i sommar- och vinterhalvår.

runstavar märktes den ut med ett lövat träd."

Þorsteinn Briem, 26.2.2018 kl. 19:44

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Það er hvergi sagt berum orðum í lögum en menn virðast hafa litið á fyrsta dag sumars sem upphaf ársins.

Það sést á því að aldur manna var áður jafnan talinn í vetrum og enn er svo um aldur húsdýra. Því var dagurinn haldinn hátíðlegur."

Þorsteinn Briem, 26.2.2018 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband