Kínverjar og Indverjar sækja fram.

Kínverjar eru mestu bílaframleiðendur heims og Indverjar sækja fram í iðnaðarframleiðslu víða um heim, ekki aðeins í framleiðslu á ódýrum bílum og vélhjólum og reiðhjólum, heldur líka á lúxusbílum. 

Konan mín ekur á indverskum bíl sem allir halda að sé japanskur Suzuki, Suzuki Alto. Hann var ódýrasti, einfaldasti og einn umhverfismildasti bíllinn á markaðnum þegar hún keypti hann, en hann er líka afar ódýr í rekstri og viðhaldi. 

Nú þegar eiga Kínverjar Volvo og þær verksmiðjur eru í sókn. En með því að gerast stærstu eigendur í Mercedes-Benz seilast Asíuþjóðir til áhrifa á markaði fyrir lúxusbíla, því að Indverjar eiga þegar Landrover með sína Range Rover bíla. 

Asíuríkin Kína, Taívan, Japan og Suður-Kórea hafa yfirburði á vélhjóla og reiðhjólamarkaðnum. 

Allar þessar þjóðir keppast við að ná sér í skerf af bruðli olíualdarinnar sem vestræn ríki innleiddu áður en hún er öll. 


mbl.is Kínverjar orðnir stærstu eigendur Benz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ál sem framleitt er hér á Íslandi er selt til Evrópusambandsríkjanna og til að mynda notað þar í bíla sem meðal annars eru seldir til Kína.

Ál og kísiljárn
er selt héðan nær eingöngu til Evrópska efnahagssvæðisins og við Íslendingar ráðum engu um það, þar sem framleiðslan hér er í erlendum verksmiðjum.

Flestir erlendir ferðamenn sem dvelja hér á Íslandi koma frá Norður-Evrópu og langflestir Íslendingar í námi erlendis stunda þar nám, auk þess sem við Íslendingar ferðumst aðallega til Evrópu.

Hins vegar er mjög líklegt að sífellt fleiri ferðamenn frá Kína dvelji hér á Íslandi.

Steini Briem, 24.1.2014

Þorsteinn Briem, 27.2.2018 kl. 13:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Yfirleitt er ekki hægt að banna útlendingum að dvelja hér á Íslandi eða Íslendingum að veita þeim hér þjónustu samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, meðal annars um frjálsa för fólks og frjáls þjónustuviðskipti á svæðinu.

Og Kínverjar sem komnir eru inn á Evrópska efnahagssvæðið, til dæmis til Noregs, geta að sjálfsögðu flogið þaðan hingað til Íslands.

Þorsteinn Briem, 27.2.2018 kl. 13:55

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Spá undirritaðs um mikla fjölgun kínverskra ferðamanna hér á Íslandi gekk eftir.

Þorsteinn Briem, 27.2.2018 kl. 14:00

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef íslensk fyrirtæki myndu reyna að selja allar íslenskar sjávarafurðir til annarra landa en Evrópusambandsríkjanna myndu þau fá mun lægra verð fyrir þær en neytendur í þeim ríkjum greiða.

Þar að auki er markaður fyrir íslenskar sjávarafurðir langt frá því að vera einsleitur og hefur verið byggður upp á mjög löngum tíma.

Íslenskur saltfiskur er til að mynda aðallega seldur til Suður-Evrópu en frystur og ferskur fiskur til Norður-Evrópu.

Og hæsta verðið fyrir íslenskan saltfisk fæst í Katalóníu á Spáni, þar sem Barcelona er höfuðstaður.

Fryst loðna og loðnuhrogn
eru hins vegar seld til Japans en einungis 1,9% af heildarútflutningi okkar Íslendinga fóru þangað árið 2009 og þá komu 3,4% af innflutningi okkar þaðan.

En útflutningur á íslenskum sjávarafurðum og öðrum vörum hefur aukist til Evrópusambandsríkjanna síðastliðna áratugi.

Og einungis 3,9% af öllum vöruútflutningi okkar Íslendinga fór til Bandaríkjanna árið 2009, 2,3% til Kína en 1,2% til Rússlands og 0,5% til Kanada.

Hins vegar voru þá um 80% af öllum íslenskum sjávarafurðum seld til Evrópusambandsríkjanna og þetta hlutfall hefur lítið breyst frá þeim tíma.

Þorsteinn Briem, 27.2.2018 kl. 14:02

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 84% af öllum útflutningi okkar Íslendinga voru seld til Evrópska efnahagssvæðisins árið 2009, þar af um 80% af öllum sjávarafurðum okkar og 90% af öllum iðnaðarvörum.

Og um 70% af erlendum ferðamönnum sem dvelja hér á Íslandi eru búsettir á Evrópska efnahagssvæðinu en á því svæði eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein.

Lífskjör hér á Íslandi myndu einfaldlega hrynja strax ef við Íslendingar gætum ekki lengur selt sjávarafurðir til Evrópusambandsríkjanna og þar að auki greiða þau hæsta verðið fyrir íslenskar sávarafurðir.

Í Evrópusambandsríkjunum býr um hálfur milljarður manna sem neytir árlega um tólf milljóna tonna af sjávarafurðum og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.

Þar að auki eru lágir tollar á íslenskum sjávarafurðum í Evrópusambandsríkjunum, eða 650 milljónir íslenskra króna árið 2008.

Um 65% af öllum innflutningi okkar Íslendinga var keyptur frá Evrópska efnahagssvæðinu árið 2009 og þá voru um 84% af öllum útflutningi okkar seld þangað.

Þorsteinn Briem, 27.2.2018 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband