Gamalkunnugt tveggja turna módel að birtast.

Að undanförnu hefur þeim, sem styðja núverandi meirihluta í borgarstjórn orðið mjög tíðrætt um Eyþór Arnalds, nýkjörinn leiðtoga lista Sjálfstæðismanna. 

Um leið og hann hafði sigrað í leiðtogakjörinu beindist öll athygli vinstri manna að honum, og að sjálfsögðu var ekkert kærkomnarar fyrir hann. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki fengið 35 prósent í skoðanakönnunum síðustu átta ár, eða síðan Besti flokkur Jóns Gnarr komst þar í flug með himinskautum. 

Nú fær Björt framtíð, arftaki Besta flokksins, aðeins 0,7 prósent. 

Umskiptin síðan 2010 eru alger. 

Ef það væri tekið saman, hvaða nöfn hafa oftast verið nefnd í umræðunni í fjölmiðlum og á meðal fólks, eru það nöfn Dags B. Eggertssonar og Eyþórs Arnalds.

Og þetta skilar sér í eins konar hanaslag þessara tveggja manna. 62 prósent ætla að styðja annan hvorn þeirra.  


mbl.is Áfram í meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband