Eins og fílar í postulínsbúð.

Í umræðunni um umskurðarfrumvarpið í fjölmiðlum er munurinn á því sem sést á í blaðagreinum og og því sem menn láta um munn fara á facebook síðum sláandi. 

Í blaðagreinunum hafa menn verið hófstilltir og oft fræðandi, enda að mörgu að hyggja bæði úr nútið og fortíð. 

Á hinn bóginn hefur orðræðan orðið harðari og illkvittnislegri með hverjum deginum á netmiðlunum og hafa níðið og illmælgin beinst jafnt að látnum og lifandi. 

Oftast eru þetta sömu mennirnir sem haga sér árum saman á netinu eins og fílar í postulínsbúð. Þessir netsóðar vaða um í athugasemdadálkum netsíðnanna og skemma fyrir þeim sem halda þeim úti og þeim sem lesa þær.   


mbl.is Silja tilkynnti hótanir til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Postulínsbúð ;) 

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.3.2018 kl. 12:37

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk. Breyti þessu. 

Ómar Ragnarsson, 2.3.2018 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband