Nánast viðundur í Evrópu.

Björg Thorarensen prófessor hefur rakið skilmerkilega hvernig ráðningar dómara hefur verið háttað í nágrannalöndum okkar undanfarna áratugi og borið það saman við embættisveitingarnar hér. 

Hún hefur komist að þeirri niðurstöðu að ráðningar í dómskerfinu á Íslandi hafi þarð sem af er þessari öld verið pólitískari og inngrip stjórnmálamanna verið miklu algengara og stórtækara hér en dæmi eru um í Evrópu. 

Nú sér ekki enn fyrir endann á því umróti og varasama ástandi sem hin einstæða innrás dómsmálaráðherra hefur skapað og lítur svo illa út, að helst er að nefna lönd eins og Pólland og Ungverjaland til að finna eitthvað, sem kalla mætti hliðstæðu. 

Og það er félegt, eða hitt þó heldur, að Ísland skuli vera sett á bekk með stjórnvöldum í þessum löndum. 

 

 


mbl.is Höfða mál gegn ríkinu vegna Landsréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki hissa á því að Jón hafi ekki fengið djobbið. Maðurinn er lélegur dómari með marga stórundarlega dóma á bakinu. Held að hann eigi met í því að Hæstiréttur snúi dómum hans við. Maðurinn er ekki hæfur héraðsdómari hvað þá Landsréttardómari.

Halldór Gunnars (IP-tala skráð) 3.3.2018 kl. 01:25

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er merkilegt að þú skulir tala um góðar og gildar evrópusambandsþjóðir með slíkri vandlætingu. Eru Pólverjar og Ungverjar einhver annarsflokks ríki í þínum augum? Þvílíkt yfirlæti og hroki.

Hvað sem líður skipun dómara hér þá eru lögin þannig hér á landi að hæfnismat er aðeins ráðgefandi og endanlegur úrskurður liggur hjá ráðuneytinu. Þannig er það víða um heim. Það orkar tvímælis að slíkar stöður séu háðar mati ókjörinna  matsaðila framar þjóðkjörnum fulltrúum. Hvort telur þú heilbrigðara að sérfræðingaveldið sem er grasserandi í frændhygli, sé betur í stakk búin til að leggja á þetta endanlegt mat eða þjóðkjörnir embættismenn?

Ef menn eru honsvegar viljugir til að breyta þessu og fela ráðgefandi háskólamönnum úr sömu stétt og dómarar að eiga úrslitavaldið, þá verðum við bara að breyta lögum. Dómsmálaráðherra hefur farið að lögum í öllu svo þú getur hætt að andskotast út í hana. Ef einhver er að draga þessa hluti í pólitíska dilka, þá eru það þú og þínir líkir. 

Biddu svo Pólverja og ungverja afsökunnar í næsta bloggi. 

Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2018 kl. 02:32

3 identicon

Já Ómar viðundrið hér er Alþingi sem samþykkti tillögu dómsmálaráðherra - hefði sú samkunda ekki samþykkt breytingatillögu ráðherrans hefði þetta aldrei orðið að þeim skrípaleik sem það síðar varð. Hitt er svo annað mál að það átti að afhausa Sigríði vegna afstöðu hennar í öðrum málum, það vita allir sem vilja. Þegar það gekk ekki sem skyldi hjólaði góða fólkið í Ásmund. Og ekki tókst það heldur. Sem betur fer var þó hægt að skáka einum forstöðumanni til svo góða fólkið fékk eitthvað til að gleðjast yfir. En að hvaða hausi verður sótt næst?

Mér finnst svo alltaf dapurlegt þegar þjóðfyrirlitning brýst fram í skrifum fólks. Hvað hafa Pólverjar og Ungverjar gert þér?

Jón Garðar (IP-tala skráð) 3.3.2018 kl. 02:44

4 identicon

Já Ómar viðundrið hér er Alþingi sem samþykkti tillögu dómsmálaráðherra - hefði sú samkunda ekki samþykkt breytingatillögu ráðherrans hefði þetta aldrei orðið að þeim skrípaleik sem það síðar varð. Hitt er svo annað mál að það átti að afhausa Sigríði vegna afstöðu hennar í öðrum málum, það vita allir sem vilja. Þegar það gekk ekki sem skyldi hjólaði góða fólkið í Ásmund. Og ekki tókst það heldur. Sem betur fer var þó hægt að skáka einum forstöðumanni til svo góða fólkið fékk eitthvað til að gleðjast yfir. En að hvaða hausi verður sótt næst?

Mér finnst svo alltaf dapurlegt þegar þjóðfyrirlitning brýst fram í skrifum fólks. Hvað hafa Pólverjar og Ungverjar gert þér?

Jón Garðar (IP-tala skráð) 3.3.2018 kl. 03:14

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Tveir aðrir um­sækj­end­ur sem dóm­nefnd­in lagði til að yrðu skipaðir en voru það ekki höfðuðu mál gegn ís­lenska rík­inu á síðasta ári.

Hæstirétt­ur dæmdi hvor­um fyr­ir sig 700 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur þar sem ráðherra hefði ekki sinnt rann­sókn­ar­skyldu sinni nægj­an­lega vel en skaðabót­um var hins veg­ar hafnað."

Þorsteinn Briem, 3.3.2018 kl. 03:29

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stórmerkilegt þetta endalausa "góða fólks" kjaftæði í öfgahægrikörlum.

Þorsteinn Briem, 3.3.2018 kl. 03:32

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eygló Harðardóttir (sem síðar varð ráðherra Framsóknarflokksins) 11.1.2008:

"Ég gat nú bara ekki orða bundist yfir þessari setningu hjá Þorgerði Katrínu um Þorstein Davíðsson á visir.is:

"Óþolandi að menn séu látnir gjalda þess hverra manna þeir eru."

Hvenær hefur Þorsteinn Davíðsson liðið fyrir það að vera sonur Davíðs Oddssonar?  Hann fékk starfið, er það ekki?

Yfirleitt þarf manni að vera mismunað eða missa af einhverju til að maður sé látinn gjalda einhvers.

Frekar má orða það þannig að þeir sem matsnefndin taldi mun hæfari hafi liðið fyrir það að vera ekki synir ákveðins fyrrum ráðherra."

Þorsteinn Briem, 3.3.2018 kl. 03:53

8 identicon

 Það sætir mikilli furðu varðandi þetta mãl að engin skuli geta drullast til að fjalla um það útfrá grundvallaratriði þess.  Þetta rugl alltsaman varð vegna þess að það þurfti að fjölga konum í landsrétti frá því sem upprunalegu tillögurnar voru, úr 4 af 12 í 7 af 12.

Merkilegast er svo að feministavæðing landsréttar skuli svo vera mest gagnrýnd af fólki sem horfir ã allt í lífinu með "kynjagleraugun" ã nefinu og spyr frekar um kyn frekar en hæfileika eða gagn þegar það tekur ákvarðanir um ráðningar eða verkefni.

Bjarni (IP-tala skráð) 3.3.2018 kl. 09:44

9 identicon

Þetta að ofan ãtti að vera 5 af 15 í 7 af 15.

Bjarni (IP-tala skráð) 3.3.2018 kl. 09:51

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ummæli mín eiga eingöngu við stjórnvöld í þessum löndum en eru ekki dómur um hinar merku og góðu þjóðir sem þau byggja.  

Ómar Ragnarsson, 3.3.2018 kl. 10:50

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er alls staðar þannig að framkvæmdavaldið kemur að skipun dómara. Það sést ef þessi grein sem þú vitnar til er lesin.

Það er hins vegar fátíðara en hér að tillögum nefnda sé ekki fylgt. Skýringin á því er nú ekki endilega bara sú að stjórnmálamenn vilji skipta sér af eða séu spilltir. Stundum er það líka þannig að vinnubrögð nefndanna eru með þeim hætti að ekki sé fullt tilefni til að fylgja þeim. Það kom til dæmis berlega í ljós í áfellisdómi setts dómsmálaráðherra um eitt slíkt nefndarálit núna um áramótin.

Á Íslandi er spilling. Og hún er ekkert síður til staðar meðal dómara en annarra.

Það er til dæmis af því spillingarkeimur þegar fjölmiðlar rotta sig saman um að gera eiginkonu helsta valdamannsins í dómarastétt að óháðum álitsgjafa um þessi mál, ekki satt?

Þorsteinn Siglaugsson, 5.3.2018 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband