Að gera Bandaríkin meiri með andhverfu þess?

"To make America great again", eins og kjörorð Donalds Trumps hljóðaði, og birtist nú meðal annars í því að hindra með 20 prósenta tolli innflutning á stáli, áli og nú síðast á bílum, verður hvorki til að styrkja bandarískt efnahagslíf almennt né til að auka hróður framleiðslu landsinsk, heldur þvert á móti. 

Í bandaríska bankahruninu 2008, sem var undrirrót víðtækari alþjóðlegrar kreppu, stóðu Kanarnir sem telja sig hafa einkarétt meðal amerískra þjóða til að teljast Ameríka, frammi fyrir gjaldþroti tveggja af þremur stærstu bílaverksmiðjum landsins. 

Eina ráðið sem fundið var þá "to make America great again" var að moka stórfé í þessi fyrirtæki til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot. 

Ekkert af þessari stærðargráðu var gert í Evrópu en samt tókst Bandaríkjamönnum ekki að rétta af viðskiptahalla landsins hvað varðaði bíla. 

Ástæðan var einföld og fólst ekki í stórfelldum ríkisstuðningi og stórreddinga fyrir Benz, BMW og Volkswagen, heldur gátu bandarísku bílarisarnir hvorki selt bíla sína í Evrópu né komið í veg fyrir að Bandaríkjamenn sjálfur keyptu milljón evrópskra bíla á ári. 

Ástæðan var ekki niðursett verð á Benz og BMW, - þetta eru alls staðar dýrir bílar af einstæðri ástæðu: Hvað er eru vel hannaðir og góðir. 

Á bloggsíðu Einars Björns Bjarnasonar er ágæt úttekt á nýjasta útspili Trumps, að setja 20 prósenta tolla á innflutt erlent stál og ál. 

Það tiltæki mun gera framleiðslukostnað í iðnaðarframleiðslu Bandaríkjanna dýrari og tapið vegna þess verður í heild miklu meira en sem nemur innheimtu tollanna. 

Refsitollar á evrópskra bíla og smærri kanadískar farþegaþotur, sem taka þeim bandarísku fram, munu að sjálfsögðu bitna á endanum á kjararýrnun bandarísks almennings og flugfélaga. 

Kjörorðið "to make America great again" mun snúast upp í andhverfu sína og lýsa vanmætti bandarísks iðnaðar til að framleiða bestu vörurnar. 

Tollarnir verða tákn um uppgjöf Bandaríkjamanna í að framleiða samkeppnisfæra vöru og í lokin að bitna á öllum þjóðum varðandi hagkvæmni frjálsra viðskipta. 


mbl.is Hótar að tollleggja innflutta bíla frá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mörlenski öfgahægriskríllinn nautheimskur sleikir að sjálfsögðu rassgatið á Trump.

Þorsteinn Briem, 4.3.2018 kl. 00:35

2 identicon

Í viðhengdri grein kemur fram að innflutningstollar á bifreiðar í ESB eru 10%á meðan þeir eru 2.5% í USA nema 25% á pallbíla og sendibíla (commercial vans).

Varðandi venjulega einkabíla er ESB semsagt með fjórfalt meiri innflutningstolla en USA. 

Að auki virðist skv. greininni að öryggi bandarískra bíla sé meira, td. reglur um styrk á þaki við bílveltu,öryggi aftursætisfarþega og bólstraðar veltigrindur.

Það er því í ljósi þessa alveg furðulegur málflutningur að útlista USA sem vonda kallinn í innflutningstollum sérstaklega af hálfu ESB já og gamalla bíladellukalla upp á Íslandi.

https://www.caranddriver.com/features/free-trade-cars-why-a-useurope-free-trade-agreement-is-a-good-idea-feature

Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 4.3.2018 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband