Oft blanda af sjálfsmynda- og áhættufíkn?

Ég hef einu sinni orðið vitni að því þegar hópur óknyttaunglinga hóf eyðileggingu á bíl á bílastæði um sólarlagsbil. Þetta gerðist fyrir þremur árum. 

Einn krakkinn hljóp upp á þak bílsins og tveir eða þrír stóðu við hlið bílsins um leið og hinir krakkarnir hömuðust við að taka sjálfsmyndir af sér með skemmdarverkið í baksýn. 

Þegar þau sáu mig hlupu þau í burtu og ég náði ekki í skottið á þeim, en bíllinn slapp við eyðileggingu, þótt skemmdur væri til frambúðar. 

Þetta voru bæði strákar og stelpur. 

Nokkrum vikum fyrr hafði heyrst af því að hópur, kannski sá sami, hefði gert skyndiárás á snyrtivörudeildina í verslun Hagkaupa skammt frá og mölvað eins mikið og hægt var í snöggu áhlaupi um leið og teknar voru sjálfsmyndir. 

Síðan hlaupið í burtu og horfið. 

Þriðja árásin af svipuðu tagi var gerð í fyrra. 

Fróðlegt væri að sjá útkomuna úr útreikningi á samanburði á líklegum ávinningi af auknu lögreglueftirliti og viðbótarkostnaði við löggæslu ef þetta skemmdaæði fer vaxandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband