Er enskan að verða eðaltungumál og íslenskan rusltungumál?

Eitt dæmi um virðingarleysi fyrir íslenskri tungu en virðingu fyrir enskunni birtist í því að fólki þykir mikils virði og sjálfsagt að tala og rita enska tungu kórrétt en mælir hinu gagnstæða bót varðandi það að tala og rita íslensku. 

Er enskan þó miklu ruglingslegra og erfiðara tungumál til réttritunar og réttrar notkunar en íslenskan er. 

En vitað er að fólk kemst ekki upp með það í samskiptum við útlendinga á ensku að sýna því tungumáli óvirðingu. 

Samkvæmt skoðanakönnuninni í tengdri frétt á mbl.is virðist stefna hraðbyri í það, að í huga og framkvæmd muni meirihluti Íslendinga telja þjóðtunguna rusltungumál samanaborið við eðaltungumálið ensku.

Verst er þegar málvillur í íslensku innihalda rökleysu en njóta velvildar, sem erfitt er að útskýra öðruvísi en þannig, að þarflaust sé að vanda mál sitt ef talað er á íslensku.  


mbl.is Yngra fólkið kýs ensku umfram íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta er nú ljóta bullið.

Enda þótt sumir Íslendingar segi einhver orð eða setningar á ensku þegar þeir tala saman þýðir það að sjálfsögðu ekki að þeir tali lengi saman á því tungumáli.

Og lítið mál að benda á fjölmargar málvillur þínar í íslensku á þessu bloggi, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 9.3.2018 kl. 20:30

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður bjó í áratug í norðlenskum afdal og þar var notaður mýgrútur af dönskuslettum en ekki vantaði harðmælið, sem margir íslenskufræðingar voru afar hrifnir af og töldu besta íslenska framburðinn.

Þorsteinn Briem, 9.3.2018 kl. 20:31

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.12.1998:

"Orðin sem hún skráði sem dönskuslettur í íslensku voru 3.500.

Úir og grúir af dönskuslettum í daglegu máli."

Hvað er dönskusletta og hvað íslenska?

Þorsteinn Briem, 9.3.2018 kl. 20:32

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tonie Gertin Sörensen - Íslendingar hafa misskilið orðið "ligeglad":

"Kæru Íslendingar,

Það er sorglegt að segja það en þið hafið notað þetta orð rangt í áratugi, "ligeglad" þýðir að væra kærulaus eða alveg sama um hluti.

"Jeg er ligeglad" þýðir "mér er alveg sama" og "jeg er fuldstændig ligeglad" þýðir "mér er nákvæmlega sama".

Og hvorki danir né íslendingar kæra sig um að vera sagðir kærulausir.


Sem dana finnst mér það mikið klúður og pínlegt þegar til dæmis Hagkaup auglýsir Danska daga með orðunum "Oh, ég er svo ligeglad" og enn fáránlegra þegar maður heyrir íslendinga segja við dani: "Danir eru svo ligeglade".

Þá ertu ekki að hrósa þeim fyrir að vera afslappaðir
, heldur ertu í raun að segja á neikvæðum nótum að danir séu kærulausir og alveg sama."

Þorsteinn Briem, 9.3.2018 kl. 20:34

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dönskuslettur voru margfalt fleiri í íslensku en enskuslettur eru nú.

Og íslenskan er langt frá því að deyja út.

Nýjar slettur koma í tungumálið en aðrar falla út og nýyrði eru smíðuð.

Þorsteinn Briem, 9.3.2018 kl. 20:36

6 Smámynd: Einar Haukur Sigurjónsson

Það er heldur ekki hægt að taka mark á 13-20 ára. Rannsóknir sýna að því eldri sem karlmenn verða. Því íhaldssamari verða þeir. Því miður á það ekki við um kvenmenn.

En það segir okkur að þessum krökkum er alveg sama í dag hvort þau tali Íslensku, Dönsku eða Ensku. En þegar þau verða eldri munu þau byrja virða land sitt, sögu, gildi, hefðir og túngumál mun meir.

Þess vegna munum við alltaf hafa kynslóðir af 13-20 ára sem eru alveg sama. Á sama tíma og eldri kynslóðir bera mikla virðingu fyrir móðurmáli sínu.

Aftur og aftur. Kynslóð eftir kynslóð.

Einar Haukur Sigurjónsson, 10.3.2018 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband