Skin og skúrir eins og í rysjóttu vorveðri.

Á svonefndum útmánuðum á Íslandi gengur oft á með miklum átökum náttúruaflanna. Hæðir og lægðir æða yfir litla landið okkar með hraðfara sveiflum, skini og skúrum, stundum koldimmum rokéljum og heiðskírum bláhimni á víxl á sama klukkutímanum. 

Þessa dagana er fjölskylda Stefáns Karls Stefánssonar minnt hastarlega á fallvaltleika mannlegrar tilveru og krefjandi viðfangsefni hennar. 

Eftir að dótturdóttir okkar Helgu varð hluti af þessari fjölskyldu hefur hún hist við gleðileg tækifæri þegar tvær langafa/ömmudætur hafa komið í heiminn, verið skírðar og átt afmæli. 

Þá hefur verið gefandi að kynnast nýju venslafólki, þeirra á meðal Stefáni Karli Stefánssyni, frænda litlu stúlknanna, og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, konu hans, rifja upp gamlar og góðar stundir og kynni sem aldrei gleymast. 

Síðast þegar við hittumst, í afmæli Írisar litlu Stefánsdóttur, hafði Stefán Karl unnið fágætt afrek með því að fara á kostum að nýju í "Með fulla vasa af grjóti" og hlakkaði til að takast á við nýtt verkefni, einmitt núna í mars. 

Aðeins fáum dögum eftir afmælið barst síðan fregnin um að þetta yrði honum ofviða vegna heilsubrests. 

8. mars fæddist systir Írisar litlu og lýsti alla fjölskylduna upp eins og vorsól, beint í kjölfar þess að aðeins tvítugur fjölskylduvinur í fjölskyldu ömmu hennar hefði orðið bráðkvaddur. 

Og nú dynur önnur slæm fregn yfir aðeins nokkrum dögum síðar eins og kolsvart stormél. 

Hugur allra er hjá Stefáni Karli og Ólínu í þeirra hetjulegu baráttu sem hefur gefið okkur öllum svo mikið fordæmi hvað varðar gildi hugrekkis og samstöðu. 

Frá okkur öllum streymir ástarheit samúðar- og samstöðualda.  


mbl.is Ný meinvörp fundust í Stefáni Karli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband