Þegar ákvörðun um nýrnagjöf bjargaði tveimur mannslífum.

Vinur minn einn úti á landi býr yfir óvenjulegri sögu varðandi nýrnagjöf. Bróðir hans þurfti á nýra að halda, og vinur minn ákvað að gefa honum nýra úr sér. 

Fór hann í nákvæma nýrnaskoðun áður en farið væri út í það að taka gjafanýrað úr honum, en við nákvæma skoðun á því kom í ljós, að í því mátti greina örlítið krabbamein á byrjunarstigi, en illkynja þó. 

Vinur minn hafði ekki kennt sér neins meins og því kom þetta honum mjög á óvart. 

Við þetta breyttist eðli málsins, og í stað þess að taka nýrað úr honum og græða það í bróður hans, eins og ætlunin hafði verið, var hætt við nýrnaflutninginn, en nýrað hins vegar numið burtu og honum þar með bjargað frá því að verða nýrnakrabbameini að bráð. 

Bróðir hans fékk hins vegar annað nýra, og má segja að upphaflega hugmyndin um að gefa nýra hafi bjargað tveimur mannslífum. 


mbl.is Lífið sjálft er fram undan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband