Eldgjárgosið 839 var stærsta hraungos á jörðinni á sögulegum tíma.

Sumt, sem hefur verið viðurkennt sem staðreynd í íslenskri jarðfræði og eldgosasögu landsins, hefur mátt flokka undir hugtak, sem Baldur Hermannsson orðaði fyrir 30 árum, "viðurkenndur misskilningur." Gjástykki. Sköpun jarðarinnar 1.

Má sem dæmi nefna að Hamlet horfi á hauskúpu í leikriti Shakespeares þegar hann mælir hin fleygu orð: "Að vera eða vera ekki, það er spurningin". 

Sömuleiðis þegar sagt er að frægasta setningin í kvikmyndinni Casablanca sé "play it again, Sam." 

Alveg fram yfir siðustu aldamót var ég í hópi 99 prósent Íslendinga sem tóku það sem pottþétta staðreynd að á Þingvöllum næði Ameríka, þ. e. meginlandsfleki Ameríku, fram á brún Almannagjár, en hinum megin gjárinnar væri Evrópa, þ. e. Evrópuflekinn eða Evrasíuflekinn. 

En þetta er hálfur sannleikur en ekki heill, því að enda þótt Ameríka endi á vesturbrún Almannagjár, byrjar Evrópuflekinn ekki fyrr en við Heklu, austan Þjórsár. 

Á milli er sérstakur flek, svonefndur Hreppafleki, sem er tilheyrir hvorki Ameríku né Evrópu. Gjástykki. Sköpun. Hraunleki

Á síðustu árum hafa rannsóknir þótt leiða það í ljós að Skaftáreldar 1783 hafi ekki verið stærsta hraungos á jörðinni á sögulegum tíma, heldur Eldgjárgosið 839. Enda rann hraun í síðarnefnda gosinu lengra í átt til sjávar en Eldhraunið 1783. 

Nú þarf að fara að gera gangskör að því að leiðrétta "viðurkenndan misskilning" og taka upp viðurkenningu á réttum staðreyndum. 

Ég hef talið þar með talið mig tilneyddan til að breyta upphafi lokaerindisins í laginu og ljóðinu "Kóróna landsins", þannig að það breytist úr "Á Þingvöllum aðskiljast álfurnar tvær..." í "Í Gjástykki aðskiljast álfurnar tvær."

Þetta mun valda ákveðnum vanda við ritun myndskreyttrar ljóðabókar með 72 textum af safndiskinum "Hjarta landsins" því að ekki er hægt að breyta söng Egils Ólafssonar á diskinum, þótt textanum verði breytt í bókinni og sett þar inn ljósmynd úr Gjástykki. 


mbl.is Hamfaragos í Eldgjá ýtti undir kristnitöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi komu landnámsmenn frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Skotlandi og Írlandi og íbúar þessara landa hafa væntanlega fengið fréttir af eldgosum hér á Íslandi frá landnámsmönnum í ferðalögum á milli til að mynda Íslands og Noregs.

En þrátt fyrir þessar fréttir fluttu margir íbúar þessara landa einnig hingað til Íslands.

Og íbúar Norður-Evrópu, til að mynda kristnir landnámsmenn hér á Íslandi, hafa væntanlega einnig frétt af eldgosum skammt frá páfanum í Róm.

"Í þann mund sem fyrstu landnámsmennirnir settust hér að var nýlokið eða um það bil að ljúka stórgosi að Fjallabaki, nánar tiltekið þar sem nú heita Vatnaöldur.

Opnaðist þar a.m.k. 10 km löng sprunga sem spýtti úr sér 3,3 km3 af gjósku auk lítilræðis af hrauni.

Í þessu gosi myndaðist
hið svokallaða "landnámslag" sem er tvílitt gjóskulag ættað úr þessu gosi og gosi sem varð samtímis í Torfajökulskerfinu."

"Öskufall varð töluvert um allt land nema á Vestfjörðum og hefur áreiðanlega víða valdið skemmdum á grónu landi."

Vatnaöldur 870 | Eldgos | Eldfjöll | Eldstöðvar


Katla - Eldgjá 934 | Eldgos | Eldfjöll | Eldstöðvar

Þorsteinn Briem, 19.3.2018 kl. 13:42

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Gjóskan fer fljótt ofan í svörðinn og þegar hún er komin ofan í svörðinn er hún orðin hinn besti áburður og sprettan er yfirleitt betri eftirá."

"Þetta eru mjög góð efni í svörðinn og því er íslenskur jarðvegur eins frjósamur og hann er."

Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur - Kastljós 20.4.2010

Þorsteinn Briem, 19.3.2018 kl. 13:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Etna er á austurströnd Sikileyjar og hæsta virka eldfjall Evrópu, um 3.350 metra hátt. Fjallið hefur verið virkt í meira 2,5 milljónir ára og fá eldfjöll í heiminum eiga eins langa skráða gossögu, allt aftur til ársins 1500 fyrir Krist.

Eldgos í Etnu hafa kostað mannslíf, enda er töluverð byggð við rætur og í neðri hlíðum fjallsins, þar sem jarðvegur er frjósamur og skilyrði til ræktunar góð eins og við Eyjafjöll, þar sem nú er kornrækt á Þorvaldseyri.

Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri - Mynd


Og hér var töluverð kornrækt á Reykjanesskaganum á Landnámsöld en á skaganum er mikil eldvirkni, til dæmis skammt frá Keflavíkurflugvelli.

Við Etnu er meðal annars Catanía, önnur stærsta borg Sikileyjar, þar sem nú búa rúmlega 300 þúsund manns.

Eldfjallið Etna á Sikiley - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 19.3.2018 kl. 13:45

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Staðfest eldgos í Vesúvíusi skammt frá borginni Napólí á Ítalíu eftir árið 79, þegar borgin Pompei eyddist í eldgosi, voru árin 203, 472, 512, 787, 968, 991, 999, 1007, 1036 og 1631 en eftir það hefur eldvirknin í fjallinu verið nokkuð sífelld.

Eldfjallið Vesúvíus fyrir ofan Napólíflóann

Napólí
er þriðja stærsta borg Ítalíu með rúmlega 1,3 milljónir íbúa og á stórborgarsvæðinu búa tæplega 4,5 milljónir en borgin er um 2.500 ára gömul.

Og skammt fyrir norðan Napólí er borgin Róm, þar sem um 2,5 milljónir manna búa. Róm var til forna höfuðborg rómverska heimsveldisins, menningarleg höfuðborg Miðjarðarhafssvæðisins og kölluð borgin eilífa.

Napólí

Þorsteinn Briem, 19.3.2018 kl. 13:47

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landnám Ingólfs Arnarsonar náði frá Ölfusá að botni Hvalfjarðar.

Hveragerði
er því innan Landnáms Ingólfs og fjöldinn allur af gróðurhúsum er á svæðinu frá Hveragerði að Mosfellsbæ.

"Víkin eða Reykja(r)vík er heiti á vík í suðurhluta Kollafjarðar í Faxaflóa og nær frá Laugarnesi í austri að Örfirisey í vestri."

"Laugarnes er landsvæði í Reykjavík sem telst til Laugardalsins og fyrstu heimildir um Laugarnes koma fyrir í Njálu."

Hraun frá sögulegum tíma á Reykjanesskaganum - Sjá neðst á síðunni

Þorsteinn Briem, 19.3.2018 kl. 13:51

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mesta hættan er væntanlega á að hraun renni yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, sem ætti nú að gleðja Hraunavini.

En harla ólíklegt að hraun næði að renna þangað á nokkrum klukkutímum.

Þorsteinn Briem, 19.3.2018 kl. 13:52

7 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Það var ekkert gos 839 !    Það var 934, eða samkv. nýjustu rannsóknum 939.

En ég geri mér grein fyrir að þetta hlýtur að vera innsláttarvilla ;-)

Börkur Hrólfsson, 19.3.2018 kl. 19:40

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samkvæmt þeim nýju vísindarannsóknum, sem er grunnur pistilsins, er ártalið 939 en ekki 934 sem ég hef vitnað í fram að þessu. 

Ómar Ragnarsson, 20.3.2018 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband