Þörf á enn víðari sýn.

Það er gott og blessað að benda á kosti strætisvagna, borgarlínu og reiðhjóla. 

Hins vegar skortir enn á að fara yfir og gera ráðstafanir til að fleiri kostir séu nýttir sem létta á umferðinni, svo sem rafreiðhjól, sem framleidd eru erlendis í gríðarlegri fjölbreytni, sem enn hefur engan vegin skilað sér hingað, og örsparneytin létt "vespuvélhjól", sem hér sjást varla. 

Ákvæði vantar í lögum og reglugerðum um slíka fararskjóta, sem eru í lögum og reglum annarra þjóða. 

Síðan skortir enn á svipað varðandi lög og reglur um styttri og vistmildari bíla en nú eru notaðir. 

 


mbl.is Vilja breyta ferðavenjum borgarbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Þórðarson

Alveg er ég hjartanlega sammála. Örsparneytin smáhjól.

Það er ekki einasta það að maður kæmist skemmri eða lengri ferðir fyrir lítinn pening, heldur er hitt að við sem keyrðum svona smáhjól á eðlilegum hraða myndi það stímulera traffíkina . Því það er jú alltaf hraðinn sem drepur.

Í landinu er alveg gríðarleg þekking á ökutækjabreytingum og bílasmíði.

Hóum þessum snillingum saman og búum til ódýra íslenska Vespu. Hjól hannað fyrir íslensku árstíðirnar.

Bjarni Þórðarson, 23.3.2018 kl. 13:00

2 identicon

HAFIÐ ÞIÐ KYNT YKKUR LEIGUVESPURNAR Í KALIFORNÍU? TRÚLEGA GOTT KERFI.

Stefan Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.3.2018 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband