Þessu var spáð í 60 mínútum.

Margir þættir í seríunni 60 mínútur í Bandaríkjunum eru afar vel unnir og fróðlegir. 

Í umfjöllun um sjálfkeyrandi bíla var rætt við mann, sem talinn var einn af fróðustu mönnunum, sem ynnu að tilkomu sjálkeyrandi bíla. 

Hann sagði að of mikil bjartsýni ríkti um að þessir bílar tækju við af ökumönnum og nefndi nokkur rök fyrir því, svo sem að umferðin, hegðun ökumana og gangandi og hjólandi fólks væru svo gríðarlega flókin, að langt væri þangað til að búið væri að hnýta fasta alla lausa enda í þeim efnum. 

Athyglisvert var, að hann nefndi sem dæmi nokkurn veginn það sama og gerðist núna í Arizona, og stillti því upp sem gamalli og hrumri konu, sem tæki allt í einu upp á því að ganga út á götu eða yfir á rauðu ljósi. 

Tæknin í sjálfkeyrandi bílnum ætti miklu verra með að átta sig á því hvort einhver tæki upp á svonalöguðu heldur en lifandi ökumaður, sem sæi það frekar á útliti og hegðun hins gangandi, að hann gæti átt það til að ganga skyndilega í veg fyrir bíl. 


mbl.is Sjálfkeyrandi bíll drepur vegfaranda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband