Þarna var löng skjálftahrina 2007-2008.

Skjálftinn "norðan Vatnajökuls", sem kom um hádegi í gær, er á svæði þar sem voru langvarandi djúpir skjálftar frá júlí 2007 og fram á sumar 2008. Fiat 126, Fagridalur, Herðubreið

Skjálftarir þá byrjuðu við sunnanverða Upptyppinga en færðu sig smám saman norður í svonefnda Álftadalsbungu, sem liggur að Fagradal að austanverðu. 

Skjálftinn nú varð við mynni Fagradals. 

Á myndinni af "fjallabílnum" Fiat 126 er Fagridalur í baksýn, þar á bak við eru Upptyppingar, en vesturhlíð Álftadalsbungu er hægra megin við dalinn. 

Herðubreið er í baksýn og síðar færðu skjálftarnir sig einmitt í

í átt til hennar norðvestur um Krepputungu og dóu svo út við Herðubreiðartögl og Herðubreið. 

Álftadalsbunga er gömul dyngja og fjöll þarna eru eldfjöll, svo sem Kárahnjúkar. 

Sauðárflugvöllur er um 15 kílómetra fyrir suðsuðaustan staðinn, sem skalf í gær, og þess vegna stendur svæðið manni kannski aðeins nær en ella. 


mbl.is Skjálfti að stærð 3,3 norðan Vatnajökuls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Myndin af "fjallabílnum" er býsna áhugaverð, ef horft er langt aftur fyrir hann og sandblásturinn í bakgrunninum er virtur víðara viðlits. Lítill bíll, í miklu umhverfi, með afturendann í uppblásturinn, eða þannig. Hvað er þessi bíll að gera þarna? 

 Dulítið "absúrd", eða þannig.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 29.3.2018 kl. 01:34

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þessi jarðskjálfti virðist hafa verið villa. Það er búið að fjarlægja hann núna. Ég er með mína eigin jarðsjálftamæla og sá þennan jarðskjálfta ekki á þeim, sem hefði átt að gerast ef þetta hefði verið raunverulegur atburður.

Jón Frímann Jónsson, 29.3.2018 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband