Mikið "í pípunum"? Blautu tuskurnar.

Núna hefur verðbólgan aukist það mikið, að hún er sú mesta síðustu misserin. Samt hefur enn ekki birst niðurstaðan af komandi og vaxandi átökum um kjaramál. 

Síðustu árin er það erlendi ferðamaðurinn sem fyrst og fremst hefur haldið uppi góðæri án verðbólgu. 

Gríðarlegt innstreymi gjaldeyristekna hefur haldið gengi krónunnar það háu, að verð á innfluttum vörum hefur ekki hækkað eins og annars hefði orðið. 

Nú bendir margt til að þetta geti ekki lengur gengið í sama mæli og áður. 

Blautar tuskur meiri prósentuhækkana hjá hæst launaða fólkinu sem nú er slett framan í laugafólk í neðri launaflokkum, eru það margar og örar, að fólki er nóg boðið. 

Á sama tíma hefur verst setta fólkið fengið lang minnstu hækkanirnar í prósentum talið, sem þýðir að hækkunin í krónum talið er sannkölluð hungurlús. 

Því miður hefur aðeins einn maður, sem vitað sé, gert eitthvað í þessu máli, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. 

En engir aðrir fylgja fordæmi hans. 

Allir aðrir, svo sem Alþingismenn og ráðherra, virðast ætla að láta fólk kaupa það að þeir geti ekkert gert svo gagn sé að til þess að vinda ofan af kjararáðsruglinu, sem þó var afleiðing af lagasetningu stjórnmálamanna. 

Það er því að verða ansi mikið "í pípunum" eins og það er stundum orðað, og að hættan á að stíflan bresti sé til dæmis helsta ógnin við stöðu ríkisstjórnarinnar, ef forsendur fyrir hinum margumtalaða stöðugleika verði að láta undan síga, illu heilli.  

Það er talandi dæmi um vangetu stjórnmálamanna að einmitt það atriði, sem hefði getað lagfært eitthvað, persónuafslátturinn, var ekki notaður sem skyldi, að af völdum aðgerðarleysis á því sviði hefur stór hópur láglaunafólks orðið útundan. 

Að fólk skuli þurfa að borga skatt af 230 þúsund krónum á mánuði segir sína sögu.  


mbl.is Telja að verðbólgan muni láta á sér kræla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband