Hægt en stöðugt vaxandi ýfingar boða ekki gott.

Hægt, en stöðugt vaxandi æsingur ríkir nú víða um heim. Það boðar ekkert frekar gott en svipað fyrirbæri árið 1914 sem leiddi á endanum til fyrstu heimsstyrjaldar sögunnar af því að eitt leiddi af öðru.

Eitt leiðir af öðru núna, bæði í aðgerðum deiluaðila í Skripal-málinu og í tollastríði Bandaríkjamanna og Kínverja.

Gallinn við Skripal-málið er sá, að sönnunargögn skortir og að hægt er að finna ástæðu hjá fleirum en Rússum til þess að hafa komið því af stað. 

Áður hefur verið rakið hér á síðunni að málið geti fallið inn í hegðunarmynstur handlangara Pútíns, sem hefur skilið eftir sig slóð tuga launmorða andófsfólks gegn Pútín í bráðum tuttugu ár. 

Þau hafa það yfirbragð að fæla andólfsfólk og andastæðinga Pútíns heima fyrir og tvívegis hafa "óþægilegir" menn verið fjarlægðir með lúmskum efnavopnum, Litvinov í London 2006 og síðan eru eru valdhafar í Norður-Kóreu líklegir til að hafa drepið hálfbróður Kim Jong-u á erlendri grund.  

En það hefur verið einkenni þessara morða að sönnunargögn hefur skort. 

Þótt kenningar um að Bretar standi að baki árásinni á Skripalfeðginin virðist hæpnari en að rússneskir útsendarar hafi gert það, er hægt að tína margt til. 

Hversu áreiðanleg er til dæmis rannsókn Breta sjálfra á málinu á sínum heimavelli?

Eða einfaldlega að einhver þriðji aðili hafi verið á ferð?

Sherklock Holmes var breskt hugarfóstur, en hann notaði oft útilokunaraðferðina til þess að finna hinn seka. Stundum leiddi það til þess að sá, sem var minnst líklegur til þess að hafa framið morð, reyndist hinn seki, af því að Holmes var búinn að útiloka að neinn hinna líklegustu hefði framið það. 

Sögur Sir Athur Conan Doyle koma upp í hugann og einnig James Bond þegar velt er vöngum yfir þessu máli okkar daga. 

 


mbl.is Lavrov skellir skuldinni á Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það er möguleiki að Baskerville hundurinn sé á bakvið morðtilræðin en það er ólíklegt.

Wilhelm Emilsson, 2.4.2018 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband