Það þarf oft lítið til að illa fari.

Börn eiga oft erfitt með að átta sig á hugarástandi hunda. Þau kunna að halda að kvikar hreyfingar hunds séu merki um ærsl og leik en ekki æsing og óróa. 

Í fjölskylduferð vestur í Dölum fyrir mörgum áratugum var kvikur og fjörlegur hundur innan fum ferðamenn, þar sem áð var. 

Þorfinnur, sonur okkar Helgu, var þá fimm ára og fór að gefa sig að hundinum til að leika sér við hann og hafa af því skemmtun. 

Við báðum hann að hætta þessu, en það var of seint, hundurinn virtist misskilja drenginn og beit hann illilega, svo að blæddi hressilega. 

Við fórum með drenginn til dýralæknis á svæðinu sem bjó um sárið og gaf drengum móteitur við sýkingu af völdum bitsins. 

Aldrei má gleyma þvi að hundar eru rándýr þótt gæfir og ljúfir séu jafnan. 

Fyrir nokkrum áratugum fór af því saga að stjórnmálamaður einn, sem átti öflugan og stóran varðhund, hefði orðið að borga ærverð fyrir kind eða lamb, sem hundurinn drap á ferðalagi með húsbónda sínum. 

Fylgdi sögunni að bitkraftur öflugustu hunda af þessu kyni gæti numið 500 kílóum, sem nægði til að klippa höfuð af lambi. 

Hvernig þessi bitkraftur átti að hafa verið mældur, fylgdi þó ekki sögunni.  


mbl.is Mjög sjaldgæft að svona mál komi upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það eru til sérstakur mælir fyrir það.

Eyjólfur Jónsson, 3.4.2018 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband