Mikilvæg málaferli. "You raise me up" núna, "Dominó" 1950.

Ég minnist þess enn hvað ég varð hissa á bílferð um Noreg þegar ég heyrði fyrst lagið "You raise me up" í útvarpinu, vegna þess að engu var líkara en einhver útlendingur hefði sungið lagið Söknuð inn á plötu með enskum texta en ekki kunnað lag Jóhanns Helgasonar nógu vel. 

Að vísu er lína í báðum lögunum svipuð hluta laglínu "Londonderry air", en líkindin með lagi Josh Groban og lagi Jóhanns eru svo miklu meiri að það er pínlegt að hlusta á það, einkum ef það er rétt, að hinn nýi "höfundur" hafi þekkt íslenska lagið eftir að hafa heyrt það hér á landi. 

Það er mikilvægt að úr þessu verði skorið þótt það kosti fé. 

Einu sinni áður hefur komið upp svipað mál hér á landi, en það var 1950 þegar lag eftir Skúla Halldórsson þótti líkjast hinu heimsfræga lagi Dominó. 

Þá voru aðstæður aðrar, því að nokkurn veginn útilokað var að höfundur Dominó hefði heyrt lag Skúla. 

Auk þess var hinn líki kaflli miklu styttri en nú er deilt um og áherslurnar í taktinum öðruvísi, á annarri nótu í byrjun lags Skúla, en á þriðju nótu í Domino. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Get nú ekki séð hvaða máli þetta skiptir.  Íslenskir lagasmiðir hafa spilað inn erlend lög, með Íslenskum texta svo oft að það má valla reikna.  Til dæmis má nefna lagið "Wandering star" - með Lee Marvin, sem var með í safni sem ég man ekki betur en væri kennt við þig.

Örn Einar Hansen, 4.4.2018 kl. 06:05

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér er ekki líku saman að jafna, Bjarne Örn.

Það hefur verið alsiða allan tíma höfundarréttar að gerðir hafa verið íslenskir textar við erlend lög í samræmi við alþjóðalög um höfundarrétt og það fært til bókar hjá STEFi og Nordic copyright buro með nafni höfundar lags, sem í þessu nefnda tilfelli hjá þér er Lemar, þannig að handhafar þess réttar fái greidd full gjöld í samræmi við spilun. 

Virtur er í hvívetna svonefndur sæmdarréttur Lemars við útsetningu og spilun lagsins nótu fyrir nótu. 

Engu slíku er að dreifa varðandi lögin "You raise me up" og "Söknuður", heldur er klæmst á Söknuði á bjagaðan hátt og gerður nýr texti án þess að nokkur höfundarréttir sé virtur. 

Ómar Ragnarsson, 4.4.2018 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband