Orðstír Mario Kempes má ekki gleymast.

Um þessar mundir er verið að sýna á RÚV myndir frá HM í gegnum tíðina og þá birtast okkur stjörnur fyrri móta eins og Eusebio 1966 og Garrincha 1962. 

Aðeins þrír leikmenn á HM, Garrincha 1962, Mario Kempes 1978 og Paolo Rossi 1982 hafa hlotið eins konar þrennu á HM, heimsmeistaratitil með liði sínu, gullskóinn sem mesti markaskorarinn og viðurkenningu sem besti leikmaður mótsins. 

Sú viðurkenning byggðist kannski ekki síst á því að Kempes bjó yfir einstæðu baráttuþreki, úthaldi, hraða og ósérhlífni í vörn og sókn sem olli því að hann var heilu leikina allt í öllu hjá heimsmeisturum Argentínumanna. 

Það þýðir að vísu ekki sjálfkrafa að viðkomandi komist jafnfætis Pelé, Maradona, Messi og Ronaldo þegar allt er tekið með á löngum, farsælum ferli, en engu að síður er alltaf jafn magnað að sjá frammistöðu Mario Kempes fyrir Argentínsku meistarana á HM 1978, - nokkuð sem ekki má falla í gleymskunnar dá.  


mbl.is Hægt að bera þá saman við Maradona og Pelé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Við megum ekki heldur gleyma Gabriel Omar Batistuta öðrum Argentískum snillingi.

https://en.wikipedia.org/wiki/Gabriel_Batistuta. Pele valdi hann á listann sinn sem einn af bestu leikmönnum heims.

Ragna Birgisdóttir, 4.4.2018 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband