Skjálftar á norðurleið?

Um daginn kom nokkuð stór jarðskjálfti við mynni Fagradals suðaustur af Upptyppingum og Herðubreið og var fjallað dálítið um hann hér á blogginu með tilvísun í skjálftahrinu á þessum slóðum 2007-2008 sem fór frá Upptyppingum norðaustur í Álftadalsbungu og þaðan til norðvestus yfir Krepputungu yfir í Herðubreiðartögl og Herðubreið. Skjáltar n.af Herðubreið

Nú sjást nýir skjálftar norðar og er annar þeirra tvö stig á Richter. 

Þeir sýnast vera norðar en skjálftarnir komust í 2008. 

Þegar litið er á skjálftakortið af vedur.is sést að virknin núna er á nokkuð beinni línu frá Bárðarbungu eða Dyngjujökli og norður um Herðubreið.

Nýjustu skjálftarnir á kortinu eru rauðlitaðir 

Á eftir gosinu mikla í Öskju 1875 gaus í Sveinagjá sem er um 20 km fyrir norðan Herðubreið. 

Annar nýjustu skjálftanna er milli Eggerts og Hrúthálsa, en hinn á Kverkfjallaleið um tíu kílómetra fyrir sunnan Möðrudal. 

Allt svæðið norðan Vatnajökuls austur að Hálslóni og Kárahnjúkum er á hinum eldvirka hluta Íslands og því ávallt forvitnilegt að fylgjast með jarðhræringum, þótt þær þurfi svo sem ekki að boða neitt sérstakt. 

Athygli vekur skjálftahrúgan í Öræfajökli, sem er líka nokkuð nýtt hin síðari árin. 

En það tók Eyjafjallajökul 16 ár alls, frá 1992 til 2010, að safna í eldgosið sem kom Íslandi á hvers manns varir um alla jörð. 

Skjálftahrinan í Öræfajökli kom í morgun, og skjálftarnir eru örlitlir. En samt nægilega margir til þess að setja þarf sérstaka vakt á fjallið, líkt og gert var 1999 með Eyjafjallajökul. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jarðskjálftinn sem þú vísar í var villa í kerfinu hjá Veðurstofunni og var eytt út nokkru síðar. Enda kom þessi atburður ekki fram á neinum þeim mæla sem ég er með í gangi og jarðskjálfti að stærðinni 3,3 gera það alveg óháð því hvar þeir verða á landinu.

Hjá Global Volcanism Program er ekki neitt eldgos skráð í Sveinsgjá rúmlega 20 km norðan við Öskju (Upplýsingar, https://volcano.si.edu/volcano.cfm?vn=373060). Það getur auðvitað verið að það vanti upplýsingar í gagnagrunn Global Volcanism Program.

Samkvæmt jarðfræðikorti sem ég á þá eru Herðubreiðarfjöll eldstöð innan sprungusveims Öskju, ekkert stór eldstöð en nægjanlega stór til þess að valda veseni ef þar yrði eldgos skyndilega.

Jón Frímann Jónsson, 7.4.2018 kl. 07:13

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ég sá að Sveingjárgosið er fellt undir eldgosið 1875. Ég tók auðvitað eftir þessu eftir að ég var búinn að senda inn fyrra svarið.

Jón Frímann Jónsson, 7.4.2018 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband