Fjallsárlón hefur verið í sókn.

Það er áberandi þegar horft er úr lofti yfir Breiðamerkurjökul hve ísjökum hefur fækkað mikið á Jökulsárlóni.

Þó sýnist enn ekki komið á það stig að lónið verði án þessa skraut, en þá má benda á, að vestar við jökulsporðinn er lón, sem fer stækkandi og er þegar með mergð fljótandi ísjaka. 

Athygli vekur síðari árin hve mjög lónið hefur stækkað og ísjökum fjölgað á því. 

Ef veðurfar kólnar verður þetta lón áfram í sókn, og má kannski segja að það verði í nokkurs konar viðbragðsstöðu til að taka við merkinu af Jökulsárlóni ef þurrð yrði þar á ísjökunum, sem heilla ferðamenn hvað mest. 

En af því að Breiðamerkurjökull er skriðjökull, skríður hann fram og brotnar við það að færast út í lónið, hvort sem hlýtt er eða kalt í ári.  


mbl.is Áfram gleðja ísjakar í Jökulsárlóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband