Endurómur frį eftirstrķšsįrunum.

Stalķn og rśssneskir rįšamenn töldu ešlilegt eftir hrikaleg grišrof Hitlers og herför hans inn ķ Sovétrķkin, aš hafa full hernašarleg yfirrįš yfir žeim löndum Austur-Evrópu sem samkomulag Stalķns viš Churchill kvaš į um. Žetta žżddi aš žessi lönd voru ķ raun ekki fullvalda, heldur lepprķki Sovétrķkjanna.

Vesturveldin litu öšru vķsi į mįliš og stofnušu hvert hernašarbandalagiš af öšru, fyrst NATO og sķšar net sem umkringdi Sovétrķkin allt austur til SEATO-bandalagsins ķ Sušaustur-Asķu. 

Ašal skipuleggjandinn ķ žessu var John Foster Dulles, žįverandi utanrķkisrįšherra BNA. 

Sovétmenn litu į žessi hernašarbandalög sem hreint umsįtur um kommśnistarķkin, nįnast sams konar fyrirbrigši og Öxulveldin og bandalagsrķki žeirra ķ upphafi Heimsstyrjaldinnar sķšari. 

Žegar rķki ķ Austur-Evrópu og allt austur fyrir Svartahaf gengu ķ NATO eftir aš Kalda strķšinu lauk, vöknušu gamlar hugrenningar tortryggni og vęnisżki hjį Rśssum. 

Žaš var aš vķsu ešlilegt aš Eystrasaltsrķkin og fyrrum ašildarrķki Varsjįrbandalagsins og Sovétsambandsins teldu žaš žjóna öryggishagsmunum sķnum aš komast undir verndarvęng NATO, en hugsanlegra hefši oršiš farsęlla aš hafa ķ huga munnlegt samkomulag Bakers viš Gorbatsjof um aš gefa Rśsslandi fęri į aš hafa nokkurs konar stušpśša hlutlausra rķkja viš landamęri sķn. 


mbl.is Telja aš setiš sé um Rśssland
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Wilhelm Emilsson

Hlutlaust rķki en lķka stušpśši. Hvaša land vill vera ķ žeirri stöšu?

Wilhelm Emilsson, 13.4.2018 kl. 02:11

2 Smįmynd: Ómar Ragnarsson

Ja, hvaš um Sviss?

Ómar Ragnarsson, 13.4.2018 kl. 08:05

3 identicon

Sęll.

Greining Alberts er bara bżsna góš. Hann kemur inn į nokkuš sem afar fįir viršast įtta sig į: Rśssland er bara stórveldi vegna kjarnorkuvopna sinna. Efnahagslega stendur landiš į braušfótum og reiša Rśssar sig um of į olķu. Žeir hafa žó haldiš vel į spilunum aš sumu leyti enda skulda žeir afar lķtiš boriš saman viš flest önnur rķki. 

Hegšun Vesturlanda gagnvart Rśssum er žeim til skammar. Rśssland er ekki bananalżšveldi žó įn efa sé hęgt aš finna aš żmsu žar. Sama į aušvitaš viš um önnur lönd en nęr vęri aš vinna meš Rśssum en żta žeim ķ fangiš į Kķnverjum og Tyrkjum.

Er hegšun Vesturlanda gagnvart Assad angi af herferš žeirra gegn Rśssum? Höfum ķ huga aš nżlega višurkenndi Mattis, varnarmįlarįšherra USA, aš engar sannanir lęgju fyrir aš Assad hefši beitt efnavopnum ķ fyrra. Hvar er fréttaflutningur af žvķ? Samt gerši USA loftįrįsir į Sżrland. Vera USA ķ Sżrlandi er brot į lögum enda hafa stjórnvöld ķ Sżrlandi ekki bošiš USA aš koma meš herafla žangaš. Sżrlendingar bušu hins vegar Rśssum žangaš. 

Eru Vesturlönd viss um aš ef Assad fer frį völdum aš eitthvaš betra taki viš? Höfum ķ huga žegar viš leitum svara viš žeirri spurningu aš hernašur Vesturlanda ķ Lķbżu kom ekki vel śt. Var okkur sagt aš betra tęki viš ef Gaddafi fęri frį? Landiš er nś stjórnlaust og gróšrarstķa fyrir hryšjuverkamenn. 

Žvķ mišur eru fjölmišlar vķša į Vesturlöndum eins og hlżšnir kjölturakkar - flytja bara lķnuna frį stjórnvöldum: Assad hręšilegur. Rśssar eru hręšilegir. Afskaplega lķtiš hefur sést um aš engar sannanir hafi komiš fram um aš Assad hafi ekki notaš efnavopn. Skiptir žaš kannski ekki mįli? 

Hvaš meš Skripal mįliš? Sumir eru algerlega hęttir aš treysta fjölmišlum og stjórnvöldum. Ef rśssnesk yfirvöld stóšu fyrir žessu tilręši eiga žau skiliš žaš gert var (reka diplómata śr landi) og meira til. Hingaš til hefur mašur hins vegar engar sannanir séš fyrir sekt žeirra. May hefši įtt aš bķša meš ašgeršir žangaš til hśn var viss ķ sinni sök. Hefši ekki ennfremur veriš betra aš leyfa Rśssum aš koma aš rannsókn mįlsins eins og žeir bušust til aš gera? Žaš sem fer ekki hįtt er aš tugir landa hafa getu til aš framleiša žetta eitur sem įtti aš hafa veriš notaš gagnvart Skripal fešginunum. 

Er sennilegt aš Assad geri efnavopnaįrįs, eins og hann į aš hafa framkvęmt fyrir örfįum dögum, žegar sķšasta skipti sem hann įtti aš hafa beitt efnavopnum kostaši įrįs į flugvöll hans? Er žaš skynsamlegt hjį Assad aš gera slķkt m.t.t. žess sem gert hefur veriš? Žarf Assad aš beita efnavopnum? Er hann ekki aš vinna? Til hvers žį aš beita efnavopnum? Trump sagši örfįum dögum fyrir žessa efnavopnaįrįs aš hann ętaši aš draga bandarķska hermenn frį Sżrlandi. Hvers vegna ętti Assad aš hętta į aš Trump skipti um skošun meš žvķ aš gera efnavopnaįrįs? Var tķmasetning yfirlżsingar Trump og efnavopnaįrįsin tilviljun?

Er skynsamlegt hjį Pśtin aš eitra fyrir Skrķpal fešginunum? Hvers vegna ętti hann aš gera žaš? Er hugsanlegt aš einhverjir sem höggi vilja koma į Rśssa séu aš verki? 

Įšur en menn rįšast ķ ašgeršir, eins og loftįrįsir eša aš reka diplómata śr landi, žurfa menn aš vera 100% ķ sinni sök. Rįšamenn į Vesturlöndum hafa enn engar sannanir fyrir sekt Rśssa ķ Skripal mįlinu. Žeir hafa engar sannanir fyrir žvķ aš Assad hafi beitt efnavopnum. Kannski koma žęr fram seinna en May rak rśssneska diplómata śr landi örfįum dögum eftir žessa fyrirlitlegu įrįs. Hvaša óyggjandi gögn hafši hśn žį undir höndum? Svar: Engin!!

Žaš er kominn tķmi til aš almenningur horfi afar gagnrżnum augum į fréttir svokallašra blašamanna sem og ašgeršir elķtunnar sem stjórnar.

Žaš er ekki hęgt aš nįnast leggja land ķ einelti įn žess aš hafa góšar og gildar įstęšur fyrir slķkri framkomu. 

Helgi (IP-tala skrįš) 13.4.2018 kl. 09:39

4 Smįmynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svariš, Ómar. 

Wilhelm Emilsson, 13.4.2018 kl. 18:44

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband