Staðgengla- og tilraunastríð. Firrtir menn leiða hörmungar yfir milljónir fólks.

Eitt af einkennum herja og hergagnaframleiðslu er þörfin á að þróa vopn við raunveruleg skilyrði, en það þýðir, að hentugt er til að viðhalda veltu hergagnaverksmiðjannak, að háð séu hæfilega tíð og langdregin stríð, oft með staðgenglum til að forðast mannfall framleiðsluþjóðarinnar. 

Undir lok forsetatíðar sinnar hélt Dwight D. Eisenhower Bandaríkjaforseti magnaða ræðu, þar sem hann varaði mjög við vaxandi áhrifum hergagnaiðnaðarins í Bandaríkjunum. 

Borgarastríðið á Spáni 1936 - 1939 reyndist Þjóðverjum mjög notadrjúgt til að prófa nýjustu árásar- og sprengjuflugvélar sínar, svo sem Uunkers Ju-17 Stuka steypiflugvélina, Messerschmitt Me 109 orrustuflugvélina og, Dornier 17 og Heinkel 111 sprengjuflugvélarnar. 

Á þennan hátt fengu þeir forskot á Breta, Frakka og síðar Rússa við að þróa samhæfingu í vopnaframleiðslunni og hafa yfirburði í nýtingu þýskra hergagna og herja fyrstu stríðsárin í Póllandi, Niðurlöndum og Frakklandi, vinna einn glæstasta hernaðarsigur sögunnar á vesturvígstöðvunum á aðeins mánuði í mai-júní 1940, leggja undir sig Balkanskagann og Krít á rúmum mánuði vorið 1941 og leggja verðmætasta hluta Úkraínu undir sig og Rússland allt að Moskvu og Pétursborg seinni hluta árs 1941. 

Rússar lærðu mikið af vetrarstríðinu við Finna 1939-1941, og þeir náðu því að verða jafnokar Þjóðverja í árslok 1942 eftir bitra reynslu fram að því á austurvígstöðvunum. 

Í hernaðinum í Víetnam fengu Bandaríkjamenn næstum áratug til að þróa vopnabúnað sinn og beita honum miskunnarlaust á örfátæka bændaþjóð. 

Síðustu ár hafa nokkrar þjóðir háð staðgenglastríð í Sýrlandi og eru núna að máta eldflaugakerfi sín og eldflaugavarnakerfi sín til þess að endurbæta þau. 

Það er að verða að eðli þessara staðgenglastyrjalda að öflugar stríðsþjóðir minnki mannfall sitt eins og kostur er og láti staðgenglana úthella blóði í staðinn. 

Eldflaugar og drónar leika æ stærri hlutverk, og það eru menn sitjandi í hægindastólum í vernduðu umhverfi í öruggri fjarlægð við tölvukerfi sem stjórna árásum og mannfalli.

Firring þeirra, sem bera ábyrgð, fer að þessu leyti sífellt vaxandi á sama tíma sem athafnir þeirra leiða ólýsanlegar hörmungar yfir milljónir manna. 


mbl.is Ekkert mannfall, segja Rússar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Það er ekki rétt hjá Pútin, þegar hann segir að ekkert mannfall varð.  Að sögn manna, urðu um 40 rússar árásunum að falli.   Pútin hefur aftur á móti tekið þá afstöðu að svara ekki fyrir sig, til að koma í veg fyrir að stríðið verði stærra.  Ég er ekkert einn um, að telja að þessi ákvörðun hans er alröng ... einmit vegna þessarrar afstöðu, mun stríðið aukast ... ekki minnka.

En mér líður ekkert betur, að vita að ég eigi "heill" minni að þakka rússum ... á meðan menn, eins og sumir hér á blogginu agitera fyrir heimstyrjöld og að miljónir manna verði myrtir.

Örn Einar Hansen, 15.4.2018 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband