62ja ára gömul saga þáttöku í NATO-ríkisstjórn.

Í mars 1956 tóku þrír flokkar, Framsókn, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag sig saman um þingsályktun um að varnarliðið færi úr landi. 

Um sumarið var mynduð vinstri stjórn þar sem ekki var orð um NATO, og nokkrum mánuðum síðar hafði Kalda stríðið blossað upp með innrás Rússa í Ungverjaland og innrás Ísraelsmanna, Breta og Frakka í Egyptaland. 

Brottför hersins búið spil, og aldrei talað um NATO. 

1971 var mynduð vinstri stjórn með svipaða stefnu, enn ekkert varð úr aðgerðum. 

1978, 1980 og 1988 voru myndaðar stjórnir með Alþýðubandalagið innanborðs án þess að minnst væri á NATO í stjórnarsáttmálum, hvað þá annars staðar. 

Í Júgóslavíustríðinu í aldarlok gerði NATO loftárásir, meðal annars grimmilega árás á Útvarpshúsið í Belgrad. 

Sjallar og Framarar voru við völd og ekki var sagt múkk. Var þessi hernaðarþátttaka þó ekki vegna þess að ráðist hefði verið á neitt NATO-ríki. NATO fór að hegða sér eins og heimslögregla. 

2011 var Vg í ríkisstjórn þar sem ekki var minnst á NATO og NATO réðist á skotmörk í Líbíu.

Vg var í svipaðri aðstöðu og núna en ekki hrikti neitt í ríkisstjórninni. 

Nú er Vg enn í ríkisstjórn þar sem ekki var minnst á NATO í stjórnarsáttmála og enn eru gerðar loftárásir sem NATO samþykkir, í þetta skipti á Sýrland. 

Enn og aftur er það ekki hernaðarárás á NATO-ríki sem verið er að svara, heldur hefur NATO-ríkið Tyrkland ráðist inn í Sýrland til að herja á Kúrda þar í landi. 

Staðan er gamalkunnug og á sér 62ja ára forsögu. 

Það er "titringur" í Vg en skrýtið væri, ef eitthvað afdrifaríkt gerðist nú, frekar en 2011.  


mbl.is Ræða afstöðu Íslands í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar góður pistill. Ég held að það sé komin tími á að lýsa hlutleysi enda erum við eitt sýndarmennsku Núll.

Valdimar Samúelsson, 16.4.2018 kl. 12:06

2 identicon

Vera okkar í NATO hjálpaði okkur heilmikið í Þorskastríðinu og vel getur verið að Lúvík Jósepsson hafi látið orð falla í prívatsamtölum við Breta sem ýmsir í NATO hafa tekið alvarlega

Oft er betra að tala mjúklega en vera með stóran lurk við hendina

Grímur (IP-tala skráð) 16.4.2018 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband