Meirihlutinn kaupir ekki "hvort eð er" röksemdina.

Sumir heitir talsmenn þess að leyfa áfengisauglýsingar í íslenskum fjölmiðlum hafa viðurkennt vandann sem leiðir af áfengisneyslu en segja á móti, að úr því að "hvort er er" séu seld erlend blöð og í gangi erlend fjölmiðlum með áfengisauglýsingum, sé óréttlátt gagnvart íslenskum fjölmiðlum að þeir fái ekki líka að græða á slíkum auglýsingum eins og erlendir keppinautar. 

Þarna sé óviðunandi misrétti á ferðinni. 

Sem sagt: Efla verður samkeppnisstöðu íslenskra fjölmiðla og auglýsingamarkaðarins með því að auka á á áfengisbölið!  

Ekki er nú hugmyndaauðgin mikil. Eins og það séu ekki einhver skárri ráð finnanleg til þess að rétta hlut íslenskrar fjölmiðlunar en þetta. 

En nú sést í skoðanakönnun að öruggur meirihluti svarenda í skoðanakönnun kaupa ekki þessi rök né önnur rök fyrir íslenskum áfengisauglýsinum. 

 


mbl.is Meirihluti andvígur áfengisauglýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má gera ráð fyrir því að einhverjir þessara 928 séu bara almennt á móti öllum auglýsingum og hefðu svarað eins hvort sem spurt var um tóbak, áfengi, mjólk eða kuldaskó. Hvort þeir eru 1%, 20% eða 90% mótfallinna er ekki hægt að sjá. Með því að spyrja ekki rétt verður því könnunin ómarktæk, þó einhverjir fagni og telji hana heilagan sannleik.

Hábeinn (IP-tala skráð) 19.4.2018 kl. 04:33

2 Smámynd: Már Elíson

Hábeinn vaknaður, og með skýra og jákvæða sýn á hlutina...

Már Elíson, 19.4.2018 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband