Byltingarkennt tengiltvinnhjól á leiðinni.

Einfaldleiki og léttleiki rafhreyfilsins er einn helsti kostur rafknúinna ökutækja. En langerfiðast er að eiga við þann ókost, hvað orkuberinn, rafhlöðurnar, eru þungar. 

Þannig eru rafhlöðurnar í algengustu rafbílunum um og yfir 300 kíló að þyngd, en það er um sjö sinnum meiri þyngd en bensín, sem gefur álíka drægni. 

Meira að segja í minnsta og langléttasta rafbíl landsins, hinum ítalska Tazzari Zero, vega rafhlððurnar 130 kíló, eða ca 15 sinnum meira en samsvarandi orka af bensíni myndi vega. 

Dæmið myndi líta oðruvísi út ef hægt væri að skipta rafhlöðunum út og setja hlaðnar í í staðinn fyrir tæmdar, eins og hægt er að gera á sumum nýjustu rafhjólunum. 

Ástæðan þess að hægt er að koma þessu svona fyrir á léttum vélhjólum er einfaldlega sú að þau eru margfalt léttari en bílar og þurfa margfalt minni orku.

Aðeins þarf laufléttan 125cc 15 hestafla hreyfil til að knýja létt vespuhjól upp í meira en 100 kílómetra hraða. 36. Léttir við Möðrudal,Herðubreið

Og um tvær 15 kílóa útskiptanlegar rafhlöður þarf til að knýja rafknúið hjól þannig að það sé vel brúklegt í umferðinni. 

Nú er Honda með tvö byltingarkennd hjól í smíðum, sem stefnt er að að setja á markað í Japan í lok þessa árs. 

Annars vegar Honda PCX hjól af svipaðri gerð og ég á, sem verður hreint rafhjól með útskiptanlegum rafhlöðum, sem á orkusölustöðvum framtíðarinnar yrði hægt að skipta þar út á svipaðan hátt og nú er hægt að skipta út gaskútum.

Slíkar orkustöðvar eru þegar komnar um allt borgarsvæði Taipei, höfuðborgarsvæði Taívan fyrir rafhjól af Gogoro gerð.  

Hins vegar er Honda með enn meira spennandi hjól, sem mér líst enn betur á hreint rafhjól, þ.e. fyrsta tengiltvinnhjól heims, sem líka verður byggt á PCX vespuhjólinu.  

Langlíklegast að þetta hjól verði með svipuðu fyrirkomulagi og flestir tengiltvinnbílar, með öflugri bensínvél en litla rafvél. 

Hjólið yrði þá afram með nógu öflugan 125 cc bensínhreyfil til að skila því upp í 100 kílómetra hraða en bætt yrði við nettum rafhreyfli, sem nægir- til 20 til 30 kílómetra aksturs. 

Bensíneyðslan á núverandi Honda PCX hjóli er aðeins rúmir 2 lítrar á hundraðið innan borgar en 2,5 á fullum þjóðvegahraða á landsbyggðavegum. 

Tengiltvinnhjól, sem bætir möguleikanum á akstri með rafafli eingöngu við þennan eiginleika, verður vegna léttleika síns og orkunýtni lang ódýrasti og umhverfisvænasti samgöngumátinn þegar þar að kemur. 


mbl.is Kippur í innflutningi tengiltvinnbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband