Spurningin um oddaaðstöðu miðjuflokkanna og möguleika Sjalla.

Brotthvarf Bjartrar framtíðar úr borgarmálum er að leggja nýjar línur í borgarmálefnum. 

Verði niðurstöður kosninga svipaðar niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins þyrfti núverandi meirihluti að fá stuðning eins fulltrúa Viðreisnar eða annars miðjuframboðs. 

Núverandi meirihluti hefur fjógurra ára reynslu af því að vinna saman, svo að það þarf ekki að vera mjög flókið mál að kippa einum eða tveimur nýjum borgarfulltrúum inn í það.

Ef Sjálfstæðisflokkkurinn á hins vegar að eiga möguleika á að mynda meirihluta, þarf Eyþór að byrja viðræður við aðra flokka alveg frá grunni, sem gæti orðið flóknara mál en það yrði hjá Degi. 

Og þá er spurningin hvort Sjalla-Samfó módel gæti komið upp, sterkur tveggja flokka meirihluti. 

Yfirleitt eru borgarmál einfaldari pólitískt séð en landsmál og því gæti þessi möguleiki komið upp ef stjórnarkreppa verður í borgarstjórn. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband