Sífelld vandræði í gegnum tíðina.

Bjarni Vestmann er ekki fyrsti vélhjólamaðurinn, sem verður fyrir barðinu á lúmskri hálku á götunum. 

Sem dæmi um slíkt má nefna, að þegar verið er að leggja nýtt malbiksslitlag á götur myndast oft flughálka á því fyrst á eftir. 

Aldrei minnist ég þess að sett hafi verið upp aðvörunarskilti þar sem vélhjólamenm og aðrir ökumenn geta skyndilega lent úti á svo hálu malbiki, að það likist svelli. 

Þegar umferð er drjúg, geta önnur ökutæki skyggt á hinn nýja flughála kafla sem er framundan. 

Þannig voru til dæmis aðstæður þegar alvarlegt vélhjólaslys varð fyrir rúmum áratug og hins slasaða beið margra ára barátta og læknisaðgerðir til að komast í viðunandi heilsu á ný. 

Þegar rignir breytist fínn leir í hála slepju, og út um allt gatnakerfið má sjá á þurrum dögum hvernig stórir og breiðir bílar þeyta leirnum upp og búa til mekki af svifryki. 

Ég veit um mörg dæmi um svipuð óhöpp og slys vegna óforsvaranlegra aðstæðna.  

Það er engin afsökun að þetta hafi alltaf verið svona hér á landi. Það á alveg að vera hægt að hafa stjórn á þessu hér eins og erlendis. 

Lausnin felst m.a. í stóraukinni og örari hreinsun gatna, betra efni í götunum, minni notum negldra hjólbarða og að með lækkun á verði vetrarhjólbarða verði ökumenn hvattir og þeim auðveldað að skipta fyrr út slitnum dekkjum fyrir ný.  


mbl.is Lenti undir mótorhjólinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þínir menn hljóta að redda þessu á næsta glærutímabili Dags B.

Halldór Jónsson, 25.4.2018 kl. 20:14

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það hefur verið alveg sama hver hefur verið í borgarstjórn síðustu áratugi að þetta hefur verið viðvarandi ástand undir stjórn allra flokka, eina sjö borgarstjóra á þessari öld. 

Þar af leiðandi eru allir flokkar og allir borgarfulltrúar "mínir menn". 

Ómar Ragnarsson, 26.4.2018 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband