Nóbelsverðlaun Obama voru vægast sagt vafasöm.

Sú tillaga, að Bandaríkjaforseti, sem virðist umhugað um að þiggja ekki frið við Íran ef ófriður er í boði, ætti að fá friðarverðlaun Nóbels, felur í sér fáránleikann sjálfan. 

En engum myndi detta í hug að orða þetta núna ef þau mistök hefðu ekki verið gerð að láta Barack Obama fá þessi verðlaun. 

Sú ráðstöfun er að koma mönnum í koll með því að setja vægast sagt vafasöm viðmið varðandi þessi verðlaun. 


mbl.is Gæti Trump fengið Nóbelinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Sem betur fer er það að renna upp fyrir mönnum 
að stjórnunarstíll Trumps leiðir ekki aðeins til 
jafnvægis hlutanna heldur er hann sú friðarstjarna sem 
skærast skín frá austri til vesturs og á himinbláum boga;
ekki nema sjálfsagt að hann fái þau á þessu fyrra kjörtímabili
og síðan a.m.k. tvisvar á því seinna, - friður um vora daga í 
8 ár er þó betri en alls enginn!

Húsari. (IP-tala skráð) 3.5.2018 kl. 06:59

2 Smámynd: Mofi

Hvar færðu þá hugmynd að Trump vill ófrið við Íran? Að koma á friði milli landa ætti að mínu mati að vera ástæða til að fá nóbelinn, eiga þetta ekki að vera friðarverðlaun?

Mofi, 3.5.2018 kl. 10:46

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það náðist ákveðið "friðarsamkomulag" um kjarnorkumál við Írani sem Trump vill endilega rjúfa, þótt maður gangi undir manns hönd hjá helstu þjóðarleiðtogum bandalagsríkja BNA við að reyna að fá hann ofan af þessu. 

Nethanyau forsætisráðherra Ísraels veit hve Trump er gjarnt á að trúa aðeins sínum eigin hugmyndum og engu öðru sem truflar hann, og heldur sýningu á "nýjum" myndum sem sanni að Íranir séu í óða önn að brjóta samkomulagið frá 2015 á laun. 

Helstu sérfræðingar eftirlitsnefnda Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar lýsa yfir því að þeir kannnist við allar þessar myndir, sem séu allt að 13 ára gamlar! 

En samt lýsir Trump yfir því í tísti að þetta hafi verið frábært hjá Ísraelum að ná í og sýna þessi "nýju sönnunargögn." 

Þetta er raunar í samræmi við hættulegasta eiginleika Trumps sem valdamesta manns heims, sem kemur fram í skrifum hans og endalausum yfirlýsingum um eigin snilligáfu og ágæti, meðal annars því að hann hafi unnið frækilega sigra í öllum hinum mörgu gjaldþrotamálum sínum og aldrei haft rangt fyrir sér í nokkrum hlut. 

Bandaríska þjóðin á betra skilið en að mesti sjálfviti heims sé leiðtogi þessa öflugasta ríkis og leiðtoga meðal vestrænna þjóða.  

Ómar Ragnarsson, 3.5.2018 kl. 13:00

4 Smámynd: Mofi

Það eru þó nokkrir sem hafa margt á móti þessum samningi: https://www.youtube.com/watch?v=YL6gSCmOaHw

Ég veit síðan ekki betur en gögnin sem Ísrael kom með sýndu hver viðbrögð Írans voru og að þau sýndu að þessi samningur er byggður á lygum: https://www.youtube.com/watch?v=uzn-q26FsMU

Mofi, 3.5.2018 kl. 13:44

5 identicon

Sæll Ómar.

Þessi leiktjöld sem þú stillir upp svo vel eru gamalkunn
og almennur áhorfandi kann að hafa grun um hvernig
sýningu vindur fram.

Ég held að þegar sé í ljós leitt án þess að það skipti máli
í sjálfu sér að Trump virðist gefið að geta vafið hverjum sem er
um fingur sér og vísast má finna þeim orðum síðuhafa stað að
slíkt beri vitni snilligáfu en að eigna Trump slíkar nafngiftir
byggist á einhverjum misskilningi.

Um heim allan viðurkenna menn yfirburði Trumps á sviði stjórnunar
og þeir fáir sem telja sig hafa efni á því að neita slíku nema ef
vera skyldi hér á landi hvernig sem það er komið til.

Húsari. (IP-tala skráð) 3.5.2018 kl. 15:47

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er alveg nýtt að það sé bara hér á landi sem menn efast um hæfni Trumps í starfi. 

Ómar Ragnarsson, 3.5.2018 kl. 22:57

7 identicon

Laukrétt! Þess vegna þarf að fara fram opinber rannsókn 
á því hverju þetta sætir!

Eitt er víst að orsakanna er ekki að leita í fréttaflutningi 
og þá er sú niðurstaða ein eftir að betri helmingur mannkyns
á Íslandi sé með þetta allt á hreinu en allir aðrir eru síðan
fórnarlömb skólakerfisins.
Þetta er gömul saga og ný eins og marka má af afglapanum í Suðursveit(¿!)

Hefur skólinn ekki brugðist?!! Hann bregst aldrei 
þegar kemur að því að kenna einhverju um!

Húsari. (IP-tala skráð) 4.5.2018 kl. 00:30

8 Smámynd: Mofi

Ísland er alveg óþægilega einsleit þegar kemur að skoðunum. Virkar dáldið eins og heilþvegnir sauðir sem gera sér enga grein fyrir öllum þeim miljónum, ef ekki miljörðum manna sem eru þeim ósammála.

Ég myndi segja að Trump hefur afrekar meira á þeim stutta tíma sem hann hefur verið forseti en Obama gerði á sínum átta árum. 

Mofi, 4.5.2018 kl. 10:06

9 identicon

Mofi! Ég tek heilshugar
      undir orð þín, - 

      heimskt er heimaalið barn!

Og við látum bjóða okkur þennan fjanda áratug eftir áratug, -

Sveiattan!

Húsari. (IP-tala skráð) 4.5.2018 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband