Tóbakshneyksli okkar tíma.

Þegar saga tóbaksframleiðenda á síðustu öld er skoðuð kemur í ljós svívirðilegt blekkinga- og siðblinduspil þeirra, sem seinkaði nauðsynlegum viðbrögðum við heilsuvá, sem jafnaðist á við hrikalegustu drepsóttir, já, reyndar varð sú stærsta. 

Tóbakssalarnir depluðu ekki auga þegar þeir fullyrtu fyrir framan þingnefndir Bandaríkjaþings að reykingar væri ekki aðeins algerlega skaðlausar, heldur jafnvel heilsusamlegar. 

Engar rannsóknir bentu til annars. 

Í auglýsingum voru einstakar tegundir auglýstar með myndum af helstu hreystitáknum veraldar þar sem látið var í það skína að reykingar væru sérstaklega hollar! 

Nú hefði mátt halda að einhver lærdómur hefði verið dreginn af þessu, ekki síst eftir að frægustu auglýsendurnir og reykingamennirnir fóru að hrynja niður úr lungna- og hálskrabbameini, en það er nú öðru nær. 

Siðblindir og samviskulausir læknar tóku sig upp úr síðustu aldamótum og gerðust að eigin sögn baráttumenn gegn ávandabindandi áhrifum parkódíns og skyldra lyfja og fullyrtu, að þeir væru forystumenn í baráttunni gegn læknadópi og misnotkun slíkra lyfja með þvi að hafa fundið upp alveg ný lyf, sem gerðu svipað gagn en væru algerlega án nokkurra ávanabindansi áhrifa. 

Þessir menn notuðu auð sinn og áhrif til að veifa "rannsóknum" sem sannaði fullyrðingar þeirra, mokuðu nýju ópíóíðalyfunum á markaðinn, bæði i gegnum ávísanir lækna sem og dreifingar eiturlyfjaglæpamanna. 

Þeir komu upp verksmiðju fyrir herlegheitin sem skapar slíkan ofsagróða að hann samsvarar tvöföldri þjóðarframleiðslu Íslands!  

Þessi framleiðsla hefur að sjálfsögðu skapað aðstöðu til að hafa áhrif á þingmenn sem þurfa á styrkjum að halda og hefur slíku verið hleypt alveg lausu með hæstaréttardómi. 

Enda árangurinn sá að tveir þingmenn fluttu lymskulegt frumvarp sem rann í gegn og hefur gersamlega lamað bandaríska lyfjaeftirlitið. 

Allan tímann sem hinir siðblindu læknar, sem tóku einmitt mest ávanabindandi þáttinn í parkódínlyfinu og bjuggu til lyf, sem logið var að væri einmitt ekki ávanabindandi. 

Í ofanálag hafa þeir verið iðnir við að veita styrki og verðlaun í háskólum til að fegra orðspor sitt sem mest. 

Núverandi Bandaríkjaforseti minnist ekki á þetta einu orði, heldur notar starfsemi fíknieflasala og þeirra, sem flytja lyfin ólöglega inn í landið til að troða áfram illsakir sínar við Mexíkóa. 


mbl.is Höfða mál gegn ópíóðaframleiðendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kanski ekki beinlínis sagt að reykingar væru hollar en glæsilegt og heilbrigt fólk, (nær alltaf karlmenn) í útliti voru yfirleitt í auglýsingunum, t.d. Marlborrowmaðurinn en hann dó úr lungnakrabba fyrir aldur fram.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.5.2018 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband