"Hinn" möttulstrókurinn. Myndir sem kostuðu áratuga bið.

Það líða oft mörg ár frá því að einhver hugmynd kemur fram um myndefni, þar til loksins tekst að framkvæma hana, svo sem tónlistarmyndbandið "Júróvisionstuðpartí" sem sett var loks á facebook síðu mína í morgun og má sjá þar.

Þetta myndskeið varð upphaflega til sem hugmynd fyrir rúmum 15 árum, þegar upphaf textans var samið. Síðan mallaði hugmyndin allt þar til nú, þegar komin voru fram nógu mörg Júróvisionlög með heppilegu efni til þess að hægt væri að fylla upp í um 3ja mínútna texta, sem biði upp á næga fjölbreytni og rökrétta samfellu og endi. 

Svipað á við um ýmsar ljósmyndir, svo sem af einstæðum íslenskum aðstæðum varðandi samspil elds og íss. Tilefni þeirra geta átt sér ansi djúpar rætur. 

Undir helstu eldfjallasvæðum heims eru svonefndir möttulstrókar, sem stíga neðan frá bráðinni kviku iðra hennar upp á yfirborðið. Kollóttadyngj Herðubr.-Tögl.Snæfell

Sett hefur verið fram það mat sérfræðingar að tveir þessara möttulstróka séu stærstir, báðir undir eyjum, annar undir Íslandi og hinn undir Hawai eyjum. 

Miðja hins íslenska möttulstróks er undir vestanverðum Vatnajökli, enda eru Grímsvötn virkasta eldfjall landsins og Bárðarbunga líklega það áhrifamesta. 

Mismunandi loftslag og stærð Íslands og Hawai valda því, að sem náttúrufyrirbæri ber Ísland höfuð og herða yfir Hawai eyjar. Askja.Herðubreið.Wattsfell

Það kemur einkum fram í því að fjölbreytni íslensku eldstöðvanna er langtum meiri en á nokkru öðru eldfjallasvæði á þurrlendi jarðar. 

Í hinu hlýja loftslagi Hawai eyja er ekki að finna hið stórbrotna samspil elds og íss, sem er hér á landi. 

Hægt er að láta eina ljósmynd nægja með dæmi um það, þá efri.

Þar sjást fjögur af ellefu fyrirbærum, sem finnast á merkustu eldfjallasvæðum heims, dyngja fremst, (Kollóttadyngja), móbergsstapi fjær til vinstri (Herðubreið), móbergshryggur (gígaröð mynduð undir jökli, Herðubreiðartögl) fjær til hægri, og stórt eldfjall í fjarska (Snæfell).

Á neðri myndinni sést óvenjulega greinileg eldfjallaaskja (Askja) fremst, en fjær eru stapi (Herðubreið) og móbergshryggur (gígaröð, Herðubreiðartögl).    

Myndirnar tvær hér á síðunni eiga það sameiginlegt, að bíða varð í nokkra áratugi eftir þeim aðstæðum, sem þurfti til að taka þær á þann hátt að smáatriðin sæust sem best. 

Þar urðu nokkur atriði að ganga upp á sama augnabliki: 

1. Heiðskírt, tært veður í svölu haustlofti.

2. Hæfileg fjarlægð og hæð myndavélarinnar, til þess að aðdráttur yrði heppilegur, um 30 kílómetrar á efri myndinni, en 30 kílómetrar á neðri myndinni. 

3. Heppileg hæð, um 5000 fet (1500 metrar) á efri myndinni, en 6500 fet (1650 metrar) á neðri myndinni). 

4. Hæfilega mikill nýfallinn fyrsti haustsnjór fyrir 2-4 dögum, sem væri hálfbráðnaður, þannig að smáatriðin, farvegir, dældir, hæðir og slíkt sæist vegna hálfbráðnaðs snævar.

Ef þetta skilyrði vantar, verður landið að dökkri klessu á sumrin og hvítri klessu á veturna.  

5. Á efri myndinni var aukaskilyrði að vera til staðar: Að nýfallinn snjórinn næði ekki niður á sléttlendið sjálft við Kollóttadyngju, heldur niður undir rætur hennar, þannig að mótaði vel fyrir útlínum dyngjunnar. 

 

 

Kollóttadyngj Herðubr.-Tögl.Snæfell


mbl.is Hraunkvika spýtist 30 metra upp í loft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband