"Skrifaðu flugvöll."

Sagan af bankamanni í Reykjavík sem fór í framboð í Dalasýslu fyrir Alþýðuflokkinn hér í gamla daga er löngu orðin sígild.  

Í þessum landshluta, frá Dölum yfir í Húnavatnssýslu, var landbúnaður aðal atvinnugreinin, og var fylgi krata afar lítið, - má sem dæmi nefna, að í Vestur-Húnavatnssýslu fékk flokkurinn aðeins eitt atkvæði í nokkrum kosningum í röð, og þrátt fyrir ákvæði um leynilegar kosningar, þóttu yfirgnæfandi likur á því að frambjóðandinn, presturinn í Hindisvík, væri sá eini sem kysi frambjóðanda krata. 

Róðurinn var því þungur fyrir Adolf Björnsson í Dölunum, þangað til hann fékk mann með sér á fundina til þess að skrifa niður helstu ummæli og málefni, sem brunnu á fólki. 

Þegar einn fundarmanna sagði að meðal þess sem vantaði í héraðinu væri flugvöllur, henti Adolf það á lofti og sagði myndulega við aðstoðarmann sinn: "Skrifaðu flugvöll!"

Þetta vakti kátínu fundargesta, sem vissu að miklu brýnni úrlausnarefni voru í Dölum en flugvöllur. 

Húsnæðismálin eru aðal málefni komandi borgarstjórnarkosninga, en það vekur samt ákveðinn aulahroll þegar framboð, sem hafa enn sáralítið fylgi, yfirbjóða aðra með loforðum upp á 10 þúsund nýjar íbúðir á ári. 

"Skrifaðu 10 þúsund íbúðir!" minnir dálítið á "skrifaðu flugvöll!" hér um árið.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Eru einfaldlega að ljúga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband