Bara þau tvö?

Jæja, þá er tveir opinberir starfsmenn í háum embættum elítunnar búnir að láta lækka laun sín í raun, forsetinn og forstjóri Hörpu, þótt þau notuðu ekki sömu aðferðina.   

Það er ekki einsdæmi að slíkt gerist, því að það var gert í kjölfar Hrunsins 2008 og náði þá yfir alla línuna, ríkisstjórn, þing og aðra. 

Því eru tveir embættismenn nú eins og dropi í hafið og allir hinir topparnir halda sínu striki. Þessir tveir núna hafa hins vegar sýnt, að allar afsakanirnar fyrir því að þetta sé ekki hægt, eru haldlausar, - vilji er allt sem þarf. 

Enda var kerfið, sem bjó til stórhækkun hæstu launa, búið til af elítunni sjálfri. 


mbl.is Vill að laun hennar verði lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Svo rétt Ómar.

Gaman verður að sjá hvað skeður næst.

Mun elítan fara fram á það almennigur borði kökur

þegar það hefur ekki efni á brauði..???

Frægasta setning allra tíma hjá fólki sem býr í glerhúsi,

Sigurður Kristján Hjaltested, 8.5.2018 kl. 17:18

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég efast nú um að þessi samanburður við forsetann verði það sem stendur eftir í huga almennings þegar launamál forstjóra Hörpu eru annars vegar.

Forsetinn ákvað að gefa launahækkun sína til góðgerðarmála án þess að nokkur færi fram á það.

Hörpudrottningin lækkaði lægstlaunuðu starfsmenn sína til að fjármagna eigin launahækkun, en hrökklaðist með hana til baka eftir að starfsmennirnir sögðu upp og svo var stjórnarformanninum beitt til að reyna að ljúga því að almenningi að drottningarkaupið hefði sko ekki hækkað neitt!

Forstjórinn hefur með þessu sýnt svo mikinn dómgreindarbrest, siðferðisbrest og himinhrópandi skort á stjórnunarhæfileikum að henni er vænstur sá kostur að segja af sér tafarlaust, áður en kjörnir fulltrúar þvinga hana til þess nú í aðdraganda borgarstjórnarkosninga.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.5.2018 kl. 18:44

3 identicon

Sæll Ómar.

Skaði að þú skulir ekki meta þessar tvær ágætu
athugasemdir hér að framan meira en svo að þú þurfir að fela þær
svo öruggt sé nú að sem fæstir lesi þær.

Þórbergur Þórðarson þótti auðtrúa, - held að þú toppir hann
ef þetta er raunveruleg skoðun þín!

Húsari. (IP-tala skráð) 8.5.2018 kl. 19:07

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef alls ekki falið neinar athugasemdir, Húsari góður. 

Ómar Ragnarsson, 8.5.2018 kl. 23:05

5 identicon

Þarna kemur berlega í ljós ástæða þess að konur eru, og ættu að vera, á lægri launum. Þarna er kona, launþegi, sem tekur að sér krefjandi starf fyrir laun sem enginn hæfur karlmaður hefði sætt sig við. Í ofanálag fær hún ekki greidd umsamin laun fyrstu mánuðina. Og lætur svo yfirborgaðan hálauna verkalýðsleiðtoga, sem ekkert hefur gert fyrir starfsmennina og sína félagsmenn, þvinga sig til að lækka við sig launin. Til hamingju konur.

Það heitir víst -elíta- núna sá hópur launþega sem hefur menntun og sérþekkingu og semur sjálfur um sín laun. Og það er nokkuð ljóst að þessum hópi launþega sem sjálfir semja um sín kjör vegnar betur en þeim sem láta verkalýðsleiðtogana um samningagerðina. Það er umhugsunarefni í ljósi áherslunnar, orkunnar og kraftsins sem verkalýðsleiðtogarnir leggja í að berjast gegn þessum launþegum. Stétt gegn stétt er víst dagskipunin sem á að leiða okkur til betri framtíðar.

Vagn (IP-tala skráð) 9.5.2018 kl. 00:54

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er nú tímabært að ofdekraður aðall og aðstandendur þeirra læri að axla ábyrgð og segja af sér þegar þeim hefur orðið á í messunni, líkt og tíðkast í öllum upplýstum þjóðfélögum.

Það er ólíklegt að t.a.m. V.R. og þjónustufulltrúarnir leggji trúnað á yfirbótina, því innrætið liggur fyrir og ekkert því auðveldara en að endurskíra þessa umdeildu launahækkun og koma henni þannig til skila.

Jónatan Karlsson, 9.5.2018 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband