Mun dýpri upplifun en á bíl.

Eftir að hafa verið mikið hjólafrík til 19 ára aldurs og hjólað bæði upp í Norðurárdal og austur yfir fjall, kom langt hlé hjá mér, ef frá er talin ferð á reiðhjóli milli Egilsstaða og Fljótsdals 1969. Náttfari við Engimýri

Síðan kom 56 ára hlé þar til rafreiðhjólið Náttfari kom til sögunnar. Það reiðhjól er hægt að knýja áfram á fernan hátt: 1. Með fótafli eingöngu. 2. Með rafafli eingöngu í gegnum not handgjafar. 3. Með samtvinnun fótafls og rafafls. 4. Með samtvinnun fótafls og rafafls í gegnum handgjöf. 

Fyrstu ferðirnar sumarið 2015 voru út á land voru fjórar sunnanlands, einu sinni upp í Hveradali, einu sinni til Hveragerðis, eitt sinn til Þorlákshafnar, og eitt sinn frá Selfossi austur á Hvolsvöll. 

Næst var hjólað á Náttfara frá Akureyri upp í Bakkaselsbrekku, en lengsta ferðin á landsbyggðini var 18. ágúst á rafreiðhjólinu Sörla frá Akureyri til Reykjavíkur um Hvalfjörð, 25 klst nettó en 40 klst brúttó með sex tíma næturstoppi og 9 tíma hleðslustoppum samtals. 

Svona farartæki hafa yfirburði yfir öll önnur hvað varðar kostnað og kolefnisspor. 

Orkukostnaðurinn án nokkurs fótafls er 0,25 krónur á kílómetrann, eða 25 krónur á hundraðið, eða sem svarar 0,12 lítrum af bensíni á hundraðið.  

Það er allt önnur og dýpri tilfinning sem fylgir því að hjóla heldur en að aka. 

Bæði gefst miklu betri tími til að njóta og upplifa, en einnig fylgir því alveg sérstök nautn að finna fyrir vindi, regni og sól eftir atvikum og heyra hljóð náttúrunnar truflunarlaust. 

Ógleymanleg verður ferðin á Náttfara upp Þelamörk og Öxnadal, þar sem maður heyrði jafnvel tíst í ungum, nýskriðnum úr eggjum í síðdegiskyrrðinni. 

Næsta upplifunn kann að verða sú, að fara á hraðskreiðara rafhjóli þar sem útivistin á hljóðlausu farartækinu seytlar inn í upplifunina. 2015-honda-pcx150-9_800x0w

En því miður skortir enn á að framleidd hafi verið nógu langdræg rafhjól. 

Ástæðan er fyrst og fremst þyngd rafhlaðnanna, sem eru svo miklu stærri hluti af heildarþyngd hjóls en bíls. 

En nú fer að styttast í stórt framfarastökk í því efni.Honda PCX rafhj. 

Þegar hafa verið framleidd rafhjól með útskiptanlegum rafhlöðum, þannig að hægt sé að skipta þeim út á orkuhleðslustöðvum líkt og gaskútum, setja tómar rafhlöður inn og taka hlaðnar út. 

Kerfi skiptistöðva fyrir taivönsk Gogoro rafhjól er komið á höfuðborgarsvæði Tapei á Taivan, sjá neðstu myndina.

Í haust kemur Niu N-GTX rafhjól með útskiptanlegum rafhlöðum, hraðagetu upp í 100km/klst, og drægni upp í allt að 180 km, en þá á mun minni hraða. 

Hægt að spila saman drægni og hraða, fara kannski 60 km vegalengd á 90 km hraða eða ca 150 km vegalengd á 45 km hraða. 

En stóra fréttin er sú, að á þessu ári má búast við Honda PCX hjóli á markaðinn, sem er af sömu gerð og létta "vespu"vélhjólið mitt, nema að það verður bæði hægt að fá það sem rafhjól með útskiptanlegum rafhlöðum og sem tengiltvinnhjól. 

Á myndinni í miðið eru rafhlöðurnar bláleitar þar sem áður var 20 lítra farangurshólf, en smá hólf verður afgangs þar fyrir aftan.  Gogoro

 


mbl.is „Með paradís allt í kringum okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband