Goðum lík elíta að eigin dómi?

Fróðlegt yrði ef einhver gæti kannað það til hlítar hvernig þróun launa hefur verið hjá forstjórum í ýmsum mismunandi greinum atvinnulífsins borið saman við laun undirmanna þeirra. 

Ofurlaunin og ofurbónusarnir hafa verið réttlætt með því hvers mikils virði störf þessara forstjóra hefur verið fyrir afkomu og rekstur fyrirtækjanna og að það sé eðlilegt að þeir fái sérstaka umbun þegar vel gengur. 

Hins vegar eru dæmin mýmörg um það að þegar reksturinn hefur gengið erfiðlega hefur þessi samtenging hagnaðar og launa stjórnenda ekki verið talin í gildi, en sjálftaka og sérhygli í fyrirrúmi. 

Sjá mátti í fjölmiðli fyrir nokkrum dögum að laun 28 forstjóra í bankakerfinu væru samtals jafnmikil og næmi öllum barnabótum ríkisins. 

Og laun upp á milljón á viku þekktust. 


mbl.is „Þetta eru goðsagnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Samkvæmt grein í Fréttablaðinu um daginn voru laun verkamanna 250 krónur en laun bankastjóra 8.000 krónur fyrir hundrað árum. Það myndi jafngilda því í dag að ef við setjum svo að laun verkamanna séu um 500.000 væru laun bankastjóra 16 milljónir á mánuði. Samkvæmt nýlegum tölum eru laun bankastjóra Íslandsbanka nú um 6 milljónir og aðeins einn forstjóri, forstjóri Össurar, nær launum sem eru í líkingu við laun bankastjóra Íslandsbanka fyrir hundrað árum.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.5.2018 kl. 20:26

2 Smámynd: Már Elíson

Fróðlegt Þorsteinn, en kemur þessu máli ekki við. - Ekki er hægt að bera í bætifláka fyrir oflaun nú frekar en þá. - Enginn, hvorki ábyrgðarlaus forstjóri, framkvæmdastjóri eða bankastjóri, er virði svona peninga. Það veistu fullvel og gerðu betur grein fyrir meiningum þínum í stað þess að gefa í skyn. - Raunmeiningin er hver...?

Már Elíson, 14.5.2018 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband